Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 20
116
HEIMILI OG SKÓLI
U ng barnið
(Þetta eru tveir stuttir kaflar úr langri ritgerð,
sem birtist fyrir skömmu í Pædagogisk-Psyko-
logisk Tidskrift og er eftir Dr. med. Sv. Heinild.
Grein hans nefndist: Hinn eðlilegi þroski hvít-
voðungsins. Ritstj.)
Lysíarleysi.
Það er víst ekki of mikið sagt, að
flestar mæður, sem börn eiga á 1. og 2.
ári, segi einhvern tíma á því tímabili
með áhyggjusvip: „Ég get ekki fengið
barnið mitt til að borða. Hvað á ég að
gera?“ Heilbrigð börn eru gefin fyrir
mat, og þau myndu vissulega borða
mat sinn, eins og eðlilgt er, ef við
blönduðum okkur ekki allt of mikið í
það mál. Fyrsta glappaskotið, sem við
gerum, er að þvinga börnin til að
borða á móti vilja sínum. Þegar barnið
í fyrsta sinn tæmir ekki diskinn sinn,
eða mjólkurbollann, verður okkur
þessi skyssa á. Við gleymum því sem sé
alveg, að við sjálf erum ekki alltaf jafn
matlystug og þurfum að borða meir í
einn tíma en annan. Það, sem við
þurftum að borða í gær, getur okkur
fundizt of mikið í dag. Og við gleym-
um því einnig, að það eru vissar teg-
undir, sem okkur geðjast ekki að nú.
Nákvæmlega hið sama á sér stað með
börnin. Matarþörfin er ekki alltaf hin
sama, og þeim geðjast ekki að sumum
matartegundum. Þau hafa með öðrum
orðum sitt einstaklingseðli með kost-
um þess og göllum, og við verðum að
taka tillit til þess að vissu takmarki.
Ef barn vill ekki borða einhvern
ákveðinn mat, t.d.kartöflujafning, gul-
rætur, spínat, egg eða eitthvað annað,
þá er rétt að taka frá því þennan mat,
en reyna að bjóða því hann aftur eftir
nokkra daga, og þá helzt minna magn
en síðast. Mætti þá blanda einhverju
öðru saman við og haga svo til að
bjóða því matinn, þegar vissa er fyrir,
að það sé svangt, en samt í góðu skapi.
En fari nú svo, að það gefi það ákveðið
í skyn, að það vilji ekki matinn, þá er
bezt að bjóða hann ekki í nokkra mán-
uði. Það er um svo margt annað að
velja. Ilezta ráðið til að fá börn til að
borða, hvað, sem fyrir kemur, er að
gefa þeim hæfilegt frelsi til að velja, í
stað þess að vera alltaf að halda að því
mat, sem vitað er að það vill ekki.
Fyrstu erfiðleikanna verður jafnan
vart um það leyti, sem barnið verður 6
mánaða, eða þegar það er að byrja að
neyta fastrar fæðu. Það er skemmtilegt
að sjá, hvernig barnið grettir sig,
hleypir í brýnnar og setur upp óá-
nægjusvip, og svo kemur hinn indæli
kartöflujafningur aftur út um munn-
inn. En þegar þetta hefur endurtekizt
nokkrum sinnum, verða margar mæð-
ur óþolinmóðar og segja: „Hann vill
þá ekki borða með skeið.“ Hér er vert
að geta þess, að hjá sumum börnum
eru tungu- og kjálkavöðvarnir vel
þroskaðir um sex mánaða aldurinn,
jafnvel þegar þau eru fjögra mánaða,
en önnur börn hafa aftur ekki náð
þeirn sama þroska, fyrr en 8 mánaða
gömul.
Það hafa sakpast mörg óþægindin af