Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 17

Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 17
HEIMILI OG SKÓLI 113 Bendix Hansen með minnsta dreng sum- arbúðarinnar strákapara og andvígir öllum kennslu- kröftum eftir margra ára skólastagl, sem sjaldnast er miðað við hæfileika þeirra og þroska, lieldur prentaða námskrá. Eftir sex vikur virðast þessir sömu drengir hafa gleymt óknyttalöngun- inni. heir liafa lært ótrúlega mörg lög og fallega söngva. Þeir liafa lært að leika. Úr trjágreinum og mosa liafa þeir reist lieilt kofaþorp, sem þeir keppast við að prýða á allar lundir. Verðlaunin fyrir reglulega fallegan kofa eru sem sé eftirsóknarverð: fáni með máluðu dýri eða fugli, allt eftir því, hvaða nafn drengirnir hafa valið kofum sínum. Þeir hafa lært að standa í skipulegri fylkingu, er fáni er dreg- inn að hún, eða tekinn niður. Eitt er víst, ef nokkuð gott leynist í drengj- unum, finnur Bendix Hansen það. Kaupmannahafnardrengir eru ekki alltaf vel séðir af sveitafólki. Drengir Bendix Hansen eru vinsælir af ná- grönnunum. Honum hefur raunveru- lega tekizt að byggja trausta brú milli borgar og sveitar. Islenzkir kennarar hafa löngum ver- ið ferðafúsir og rnunu fleiri íslenzkir kennarar hafa framast erlendis en al- gengt er meðal annarra þjóða, sé tillit tekið til þjóðarstærðar. Þessi litla grein er ekki hvað sizt skrifuð til þess að benda þeim, sem á annað borð sækja Danmörku heim, á Alhagesum- arbúðina, hrin starfar frá 3. maí til 16. júní og 14. ágúst til 28. sept. ár hvert. Bendix Hansen og húsfreyja hans taka hverjum íslenzkum kennara, sem að garði ber, tveim höndum, og eng- inn gleymir Alhage, sem þangað hefur einu sinni komið. Væri ég milljónamæringur, vildi ég verja auði mínum til þess að leita uppi þá flug- gáfuðu, sem færir eru tiJ forustu, og losa fætur þeirra úr forinni nógu snemma, til þess að þeir gætu hjálpað heiminum. John Buchen. —o— Foreldrum væri liollt að spyrja sig sjálfa þessarar spurningar, hvert sinn, sem baminu er bannað: Bannaði ég barninu af áhuga fyrir velferð þess, eða af áhuga á eigin þæg- indum? — Og reyna svo að miða boð og bönn við það eitt, að verða barninu að sem mestu liði. —o— Sálarfræðingur einn hefir haldið því fram, að 49% þess, er finnst í fari manna, sé erft, 49% sé afleiðing af upeldisáhrifum; 2% væri svo af því, sem manni væri ósjálfrátt. Mannbcctur.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.