Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÓLI
111
Þennan morgun var ofsaveður.
Vestanvindurinn, konungur vindanna
í Danmörku, sveigði trén og reif sum
upp með rótum. Símalínur og raf-
magnsleiðslur slitnuðu, en reiður Æg-
ir þeytti öldum sínum langt á land
upp.
Á leiðinni frá Ebeltoft til Alhage
sá ég stórt tré, sem hafði beðið ósigur
í baráttunni við vindinn og hafði rifið
rafmagnsleiðslur með sér í fallinu.
Til Afhagebúðarinnar kom ég laust
fyrir hádegi og var tekið tveirn hönd-
um af Bendix Hansen og húsfreyju
hans-
Alhagakofi.
Klukkan 16 kom skátafylking fiá
Ebeltoft. Skátarnir fóru fylktu liði
með hljómsveit mikla og góða í farar-
broddi. Erindi þeirra var að hvlla
Bendix og liúsfreyju lians og þakka
þeim tuttugu ára goða samvinnu.
Meðan skátarnir léku hvcrt lagið á
fætur öðru, stóðu drengir sumarbúð-
arinnar í beinni fylkingu og hlýddu
á, en danski fáninn blakti við hún,
þrátt fyrir storminn, sem þá hafði þó
helclur lægt.
Til hliðar við drengjafylkinguna
stóðu fjórir drengir, hver með sinn
fána. Elzta fána búðarinnar, fánann,
sem lengstum var notaður síðustu árin,
nýjan Dannebrog,, sem gamlir Alhage-
drengir höfðu farið með alla leið frá
Kaupmannahöfn til Alhagc og gefið
Bendix í tilefni clagsins, og loks var
fjórði fáninn og sá, sem veldur því,
að ég segi lesendum Heimilis og skóla
frá Alhage — íslenzki fáninn.
Benclix Hansen er einn af þeim fáu
útlendingum, sem ég hefi komizt í
kynni við, sem hefur lært íslenzka
tungu kennslulaust. Árið 1944 var ég
svo heppinn að fá leyfi til að stjórna
Alhagebúðinni með Bendix, og þá
heyrði hann í fyrsta skipti íslenzkt
talmál.
Bendix er nú rúmlega sextugur og
fyrir löngu alþekktur meðal kennara-
stéttarinnar og fjölda ungmenna, sem
hafa tekið tröllatryggð við kvæðin
hans og lögin, sem hann hefur flest
samið sjálfur. Leikritin hans hafa far-
ið sigurfarir, ekki aðeins í sumarbúð-
unum, heldur einnig í Höfn, þar sem
þau hafa verið leikin á sjálfu Ráðhús-
torginu, Málverkin hans og vatnslita-
myndirnar prýða, ekki aðeins heimili
Bendix, heldur einnig fjölmargra vina
hans og skólastofuna á Alhage. Bend-
ix hefur aldrei gert tilraun til að selja
hstaverk sín, hvorki tónsmíðar, mál-
verk né kvæði.
Skömmu áður en ég kom til Alhaoe
o O
hafði Bendix fengið bréf frá forstjóra
kvöldskólanna í Kaupmannahöfn, þar
sem hann var hvattur til að taka að
sér íslenzkukennslu í kvöldskólum, en
íslenzka verður nú í fyrsta skipti
kennd í Höfn í öðrum skólum en há-
skólanum. Þessi gamli íslenzkuvinur