Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 3
_____________________________________________...__________
Barnablaðið ÆSKAN
er elzta og útbr.eiddasta barnablað pessa lands.
Upplag ÆSKUNNAR verður aukið á þessu ári upp
í 9000.
Blaðið kemur út 12 sinnum á ári (suma mánuði tvö-
falt blað í einu). Auk þess fá allir skuldlausir kaupend-
ur litprentað jólablað.
Árgangurinn kostar 12 krónur.
Nýir kaupendur eru áminntir um, að senda borgun
með pöntun. Við viljum, að hinir ungu kaupendur
temji sér skilríki; þess vegna er jólablaðið ekki sent
nenia þeim, sem hafa greitt blaðið.
Nýir útsölumenn óskast. — Há sölulaun.
Utanáskrift til blaðsins er: ÆSKAN, Box 14, Reykjavík.
Sjómannaútgáfan
tilkynnir:
Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar á Akureyri hefur keypt Sjómannaútgáfuna, sem legið
hefur niðri nokkuð á annað ár, og ætlar að koma henni á öruggan rekspöl að nýju. Mun
útgáfan um mánaðamótin senda frá sér þrjár ekta sjómannabækur. Þær eru þessar:
MARGT SKEÐUR Á SÆ, eftir Klaes Krantz. Úrval sannra sjóferðasagna frá ýmsum tím-
um og af flestum heimshöfum.
í VESTURVEG, skáldsaga eftir C. S. Forester. Þetta er sagan um Hornblower, sjóliðs-
foringja, einhverja frægustu sjóhetju Breta á Napóleonstímunum. Skáldsaga þessi, sem
er afburða skemmtileg, liefur hvarvetna um heim notið fádæma vinsælda.
SMARAGÐURINN, skáldsaga eftir Josef Kjellgren. Hér er um að ræða eitthvert ágæt-
asta skáldrit um sjómannalíf, sem samið hefur verið á síðari tímum. Sagan gerist öll um
borð í gömlu millilandaskipi og í hafnarborgum. Ógleymanleg bók.
Þetta eru allt stórar og góðar bækur, samtals 60 arkir. Þeir, sem gerast vilja áskrifendur,
geta fengið þær allar fyrir 75 kr. ób. og 105 kr. í vönduðu bandi. Bókhlöðuverð verður
a. m. k. 20% hærra. Bækurnar eru sendar burðargjaldsfrítt hvert á land sem er.
Eldri bækur Sjómannaútgáfunnar, 6 að tölu, samtals 90 arkir, fá áskrifendur fyrir 100 kr.
iób. og 150 kr. í bandi.
Gerist áskrifendur.
Sjómannaútgáfan, Akureyri.
——-----------.—— --------------------------------------------------------■—+■