Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 11
HEIMILI OG SKÓLI
107
Danskur drengur með steinasafnið sitt.
það gera þau hinsvegar ekki, þegar
um fávita er að iæða.
Sálarfræðiskrifstofa skólaima leitar
samvinnu við ýmsa aðila. Framar öllu
öðru við heimili og skóla, en einnig
við sjúkrahús, barnaheimili, frí-
stundaheimili, fátækrafulltrúa, at-
vinnuleysingjaskrifstofur, svo að
nokkrar stofnanir séu nefndar.
Starf sálfræðingsins er vandasamt,
cnda mikils af honum krafist. Auð-
vitað verður hann að vera vel að sér
í sínu fagi, en ekkert háskólapróf,
hversu hátt sem það er, er næg trygg-
ing, að réttur maður sé á réttum stað.
Sálfræðingurinn verður að vera fædd-
ur mannþekkjari, hann verður að
skilja hugsunarhátt þeirra, sem búa
skmrítame<>in í lífinu og hafa samúð
með þeim. Á óvísindalegan hátt mætti
segja, að hann þurfi ekki aðeins að
hugsa með heilanum heldur einnig
hjartanu. Enginn, sem ekki hefur yndi
af að hjálpa öðrum og á hægt með að
vinna trúnað fólks, skyldi láta sig
dreyma um að hefja starf á sálfræði-
skrifstofu skóla.
I Kaupmannahöfn eru nú 12 skóla-
sálfræðingar, auk annars starfsfólks,
sem vinnur á skrifstofunni. Á seinni
árum hal'a fleiri og fleiri borgir víðs-
vegar í Danmörku farið að dæmi
Hafnar, og eftir því sem sálfræðing-
unum fjölgar, fjölgar einnig skrifstof-
unum.
Samskonar fyrirkomulag eða mjög
áþekkt, er nú á öllum Norðurlönd-
um, nema íslandi. Vonandi líður þó
ekki á löngu áður en íslendingar gera
sér ljéist, að þeir verða að fara að dæmi
nágrannanna á Norðurlöndum og
annarra menningarþjóða.
„Og lýsa þeim, er ljósið þrá
en lifa í skugga“
á hagkvæmari og virkari hátt en nú er
o o
gert.