Heimili og skóli - 01.04.1953, Blaðsíða 6

Heimili og skóli - 01.04.1953, Blaðsíða 6
26 HEIMILI OG SKÓLI ur kennari sín bezt, þegar hann hugs- ar sem minnst um próf. Nemandinn nýtur sín einnig bezt, þegar hann lær- ir af öðrum hvötum en prófhræðslu. Það skal að vísu játað, að það er að mörgu leyti þægilegra fyrir kenn- arann að ganga eftir einhverri snúru, sem mörkuð er af prófkröfunum. Það losar hann við öll heilabrot um nýjar leiðir og nýjar aðferðir. Próflaus skóli gerir í raun og veru miklu meiri kröfur til kennaranna, og léleg- ir kennarar, ef til eru, myndu ekki njóta sín þar. En er það ekki takmark- ið að gera skólana að lifandi stofnun- um, með andlega vakandi úrvalsmönn- um? Þegar líða fer að prófi, tekur skólastarfið á sig annan svip. Eitt- hvert ósýnilegt vald tekur þá taum- ana og beinir öllu starfinu að einum depli: Prófinu. Þar skerast allar línur skólastarfsins. Þetta vald er ekki náms- stjórinn, ekki skólastjórinn, ekki kenn- ararnir. Það er einhver harðstjóri verri en við allir hinir, og hann skilur ekk- ert nema tölur. Hárnákvæmar tölur. Hann gerir sig ekki ánægðan með heilar tölur. Hann reiknar í örlitlum brotum. Pétur skal hafa þetta og Páll þetta. Pétur skal hafa 6.1 en Páll skal aftur fá 6.2. Svona ber að fullnægja réttlætinu, segir hann. Við þekkjum hann öll þennan harð- stjóra. Hann læzt vera réttlátur, en er það ekki. Hann skilur til dæmis ekki lítil börn, sem eiga erfitt með að muna torskilin fræði. Hann skilur ekki börn, sem eiga erfiðar heimilisástæður, og hann skilur ekki litla tornæma barn- ið, sem situr yfir bókum sín'um allt kvöldið, en getur samt ekki lært þær. nann tinnur ekki til neinnar samúðax með þeim börnum, sem verða að þola þá niðurlægingu að vera alltaf mæld og vegin og alltaf léttvæg fundin. „Svona ert þú nú lélegur góði minn,“ segir hann ár eftir ár. Og hann skrif- ar tölur sínar í dálka prófbókarinnar og í einkunnabækurnar. Réttlætinu skal fullnægt. Þú átt ekki meira skilið. Þetta er vissulega ekki eins og það á að vera. Þessar mælingar hafa ekk- ert uppeldisgildi nema síður sé. iÞær eru kannske vatn á myllu duglegu barnanna, en þær draga hin niður á margan hátt. Þær eru líka villandi sem mest má vera. Þær segja að vísu, hvað barnið man, en ekki hvað það er, eða hvað það getur orðið. Þær verða líka oft til þess að taka allt sjálfstraust frá börnunum. Þau missa trúna á getu sína, ekki aðeins við bóklegt nám, heldur slær þessu vantrausti inn og birtist við mörg önnur tækifæri. En á þá að afnema prófin? mun einhver spyrja. Já, ég álít að við eig- um að afnema öll próf í barnaskólum, nema burtfararprófið, og á ég þá aðal- lega við þessi hátíðlegu vorpróf. Við þurfum ekki að gera þetta allt í einu. Trúin á prófin er svo sterk, eða öllu heldur trúin á nauðsyn þeirra. Þessi mælingaþörf er svo rík í hugum margra, að ég geri ráð fyrir, að sumir myndu una því illa að þurrka prófin út í skjótri svipan. Þetta hafa þó Dan- ir gert. Fyrir þremur árum lögðu þeir niður öll próf í 5 fyrstu bekkjum barnaskólans. Próf er aðeins í þeim deildum miðskólans, sem ætla sér að stunda framhaldsnám. Sama má segja um Norðmenn. Árs- próf eru nálega þurrkuð út, en burt-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.