Heimili og skóli - 01.04.1953, Síða 16
36
HEIMILI OG SKOLl
„Ekki mikið.“
„Þá skaltu bíða heima hjá þér, stúf-
ur minn."
„Það er lokað, ég gleymdi lyklin-
um.“
„Það var nú verra. En geturðu þá
ekki fengið að vera inni hjá einhverj-
um félaga þínum?“ •
„Jú, ætli það ekki. En mamma fer
nú bráðum að koma.“
„Jæja, karlinn, en láttu þér ekki
verða kalt,“ sagði lögregluþjóninn og
liélt áfram inn í bæinn.
Jæja, hann þurft þá ekki að líta á
kirkjukJukkuna. En hvað sagði liann?
Vantar 10 mínútur í 5. — Það var
þá meira en klukkutími þangað til
mamma kom. — Ósköp getur einn
klukkutími verið langur. Hann vai
orðinn svo hræðilega svangur. Og svo
var honum dálítið kalt.
Nú sló klukkan 5. Jæja, þá var ekki
eftir nema einn tími!
Hann sneri nú við og gekk aftur
niður Strandgötuna, alla leið niður á
Tanga. En þar var ekkert að sjá. Eng-
ir bátar við bryggjuna, aðeins nokkrir
bílar að taka kol. Svo hélt hann áfram
og upp Gránufélagsgötuna og aftur
heim til sín.
Hann tók enn í hurðarhandfangið,
en hurðin var enn læst. Hann mátti
vita það.
Hann settist á kassa sunnan við
dyrnar og hallaði sér upp að veggnum.
Það loguðu nú ljós í öllum gluggum —
nema hjá honum. Það voru Hklega
allar mömmur heima, nema mamma
hans. Það voru líklega engar dyr læst-
ar, nema dyrnar hans. Jú, — kannske
voru þær fleiri.
Það var orðið dagsett og stjörnurn-
ar tindruðu á himinhvolfinu. Guunar
horfði inn í þessa stjörnudýrð. Það
væri gaman að vita, hvort það byggju
menn á stjörnunum. — Hann ætlaði
að spyrja kennarann að því á morgun.
Þarna var ein ákaflega björt, bjart-
ari en allar hinar. Það þurfti víst ekki
að kveikja ljós þar. — Kannske engl-
arnir búi á þessari stjörnu — eða guð
— sjálfur guð. Þetta er kannske stjarn-
an hans.....
En kennarinn vissi líklega ekkert
um það.
Hann horfði lengi á þessa björtu
stjörnu, en svo hvarf hún og allar hin-
ar stjörnurnar.
Gunnar! Gunnar! Elsku drengurinn
minn! Því situr þú hérna sofandi úti
í kuldanum? Því fórstu ekki heldur
inn. Er þér ekki orðið kalt, elsku barn-
ið mitt?“
„Mamma, ósköp kemurðu seint
heim! Því varstu svona lengi?“
„Lengi, ég kem alveg eins og vant
er. Ég gat ekki komið fyrr, þú veizt
Það, Gunnar minn. En því fórstu ekki
heldur inn en að bíða hérna fyrir utan
í kuldanum."
„Ég gleymdi lyklinum, mamma, og
svo ætlaði ég að bíða eftir þér.“
,,Þú mátt aldrei gera þetta aftur,
Gunnar minn. Þú getur orðið veikui
af að sofna úti í frostinu, og hver á þá
að hugsa um þig?“
„Nei, manna, en það var af því að
ég gleymdi lyklinum.“
En nú hafði hurðinni verið lokið
upp, og svo hurfu þau bæði — móðir
og sonur — inn í litlu íbúðina. Þau
tvö voru eitt, og þó var þeim svo
oft skapað að skilja.