Heimili og skóli - 01.04.1953, Page 19

Heimili og skóli - 01.04.1953, Page 19
HEIMILI OG SKÓLI 39 ur við handverk sitt, er að vísu fjarska viðkunnanleg. En slíkar vinnustofur þekkjast bara ekki í dag, nema hjá mjög frumstæðum þjóðum. Kannske hún sé bara notuð til að sýna, hvemig þetta hafi verið í gamla daga. Þarna eru líka umferðamyndir, er sýna, hvernig umferðin hafi verið. Og þarna eru myndir frá framandi þjóð- um, gamlar, úreltar myndir, er sýna hvernig þetta fólk hafi einu sinni verið klætt. Já, myndirnar eru gamlar eins og skólinn. í þá tíð var allt svo frum- stætt. Og þegar ég sé þetta mynda- safn og ber það saman við það, sem við eigum bezt völ á, þá hlýt ég að finna, að myndasafn gamla skólans míns er bæði fátækt og fábrotið. Mikið hefur breytzt í skólanum mínum. Allir gömlu kennararnir mínir eru horfnir og nýir komnir í staðinn. Múrarnir standa enn þá og margar kennslustofurnar eru hinar sömu og áður, en þó er margt breytt. Ég kom hingað eins og sonur þessa húss, en þó finn ég það, að ég er hér gestur. Skólastjórann og skólaumsjón- armanninn, sem eru einu mennirnir sem ég hef heilsað, hef ég aldrei séð áður. Þetta er skólinn minn, og þó er það ekki hann. Hér þekki ég engan. Ekki fyrr en ég kom inn í safnið. Þar eru þeir allir. Allir þessir gömlu kunningjar. Þarna hafa þeir fengið nýjan samastað, og marga nýja félaga. En fyrir þeim hef ég engan áhuga. Þarna situr hann gamli starrinn á prikinu sínu. Og þarna er litli, elsku- legi hérinn, og þorskurinn í kassan- um sínum með máluðum bylgjum. Og þarna er froskurinn á öllum stig- um síns skamma lífs. Og refurinn. Ég tek hann fram á borðið og klappa honum vingjarnlega. Það er sama vin- gjarnlega tillitið frá starandi gler- augunum hans. Mér hlýnar um hjartarætumar. En hvað þeir hafa haldið sér vel allir þessir gömlu vinir mínir. Þegar ég geng frá skólanum, gleðst ég yfir öllum þeim framförum, sem þama hafa átt sér stað, yfir nýtízku fyrir- komulagi og hinu lýðræðislega kenn- araborði. En það var einnig gott að finna sitt hvað af því gamla aftur. Við verðum víst dálítið íhaldssöm með aldrinum og viljum ógjarnan fleygja því, sem okkur þykir vænt um. Þess vegna þótti mér svo vænt um að hitta refinn aftur. En myndirnar? — Nei — maður get- ur líka stundum verið of íhaldssamur. (Hjemmet og skolen). Lauslega þýtt. H. J. M. Hann vann veðmálið. Kennarinn: „Hvar er Pétur. Hann hefur ekki mætt í tvo daga?“ Lalli: „Hann fótbrotnaði. Við veðjuðum um það, hvor okkar gæti teygt sig lengra út um gluggann, og hann Vann.“ Ekki hundrað i hœttunni. Móðirin: „Þú mátt ekki þurrka eplið með vasaklútnum þínum.“ Jonni: „Það gerir ekkert til mamma, hann er orðinn óhreinn hvort sem er.“ Það var þó fjarstœða. Kennarinn: „Segðu mér nú Óskar, hvað er ljósið?“ Óskar: „Ljósið er eitthvað, sem hægt er að sjá.“ Kennarinn: „Hugsaðu þig nú um áður en þú svarar, drengur. Þú getur nú t. d. séð mig Þú ætlar bó ekki að halda því fram, að ésr sé ljós?"

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.