Heimili og skóli - 01.04.1953, Side 12
32
HEIMILI OG SKÖLl
unni jafnóðum og það skrifar, svo að
forskriftin stendur alltaf í næstu línu
yfir þeirri, sem skrifa á í. Sjónvídd
barnanna er takmörkuð, og þau reyn-
ast oft ekki þeim vanda vaxin að
geta fyrst horft á forskriftina efst á
síðunni og síðan skrifað orðið ná-
kvæmlega eins neðst á blaðinu.
Það kom mér ókunnuglega fyrir
sjónir í byrjun, þegar ég sá skriftar-
kennslu, þar sem börnin rauluðu eða
sungu jafnframt því, að þau skrifuðu.
Hljóðfallið kóm í stað talningar, og
hver ljóðlína hæfir ákveðnum bók-
staf. Sem dæmi get ég nefnt, að raul-
að var lagið: „Ég beið þín heima um
helgi,“ um leið og stafurinn m var
skrifaður. Þannig er hægt að finna
lög, sem passa við hvern bókstaf staf-
rófsins. Börnin virtust kunna þessu
vel, en auðvitað má ekki gera of mik-
ið að þessu. Hljómfallið hjálpar til að
gera handhreyfinguna mýkri og
ákveðnari og kennarinn getur ráðið
hraða nemandans við skriftina.
Hér hef ég líka kynnst sérstakri
skriftaraðferð, sem kölluð er form-
skrift. Hún mun vera ensk að upp-
runa, en er hingað komin frá Noregi.
Segja má, að hér sé um að ræða skrift,
sem liggur mitt á milli prents og
venjulegrar skriftar. Aðalmarkmið
hennar er að gera bókstafina svo ein-
falda sem auðið er. Þannig eru e, b,
t og d ekki skrifuð með opnum legg,
heldur sem eitt strik. í fljótu bragði
virðist mér, að skriftaraðferð þessi
hafi það til síns ágætis, að lélegustu
börnin fái fallegri rithönd með því
að læra hana heldur en aðrar að-
ferðir.
Ég þekki danskan kennara, sem
skrifaði mjög lélega rithönd. Hann
tók sig til og skrifaði einu sinni öll
forskriftarhefti formskriftaraðferðar-
innar. Nú er rithönd hans óþekkjan-
leg frá því, sem áður var. Hann skrif-
ar læsilega og áferðarfallega rithönd.
Annars finnst mér forskrift Guð-
mundar I. Guðjónssonar miklu fall-
egri en sú, sem hér er almennt kennd.
Ráð til að vernda skólaborðin.
Það er því miður allt of algeng sjón
að sjá útkrotuð og illa útlítandi skóla-
borð, þegar komið er inn í skólastof-
ur hér eða heima. Mér var fyrir
nokkru skýrt frá virðingarverðri til-
raun til að koma í veg fyrir þetta.
Kennarinn hafði látið börnin bera
skólaborðin sín undir bert loft, da»
nokkurn, þegar gott var veður. Hvert
barn fékk örk af sandpappír og því
var sýnt, hvemig ætti að slípa með
honum. Eftir dálítinn tíma voru borð-
in orðin sem ný. Síðan lökkuðu börn-
in borðin með venjulegu lakki, eina
eða tvær umferðir, eftir því, sem þurfa
þótti. Með þessu vannst tvennt: Skól-
inn sparaði peninga, og hitt, sem
ineira var um vert. Engu barnanna
datt nú í hug að krota á borðið sitt,
sem það sjálft hafði gert svo fínt og
fallegt.
Það skal tekið.fram, að hér var um
að ræða eins-manns skólaborð með
tréplötu úr brenni eða eik.
Fjármál.
Eitt er sameiginlegt flestum íslenzk-
um skólum. Þeir eru fátækir. Ríkis-
sjóður greiðir seint og illa það fé,
sem honum ber að láta af hendi og
víða eru bæjar- og sveitarfélög íhalds-