Heimili og skóli - 01.04.1953, Blaðsíða 8
28
HEIMILI OG SKÓLI
SKULI ÞORSTEINSSON:
Mesta vandamálið
Uppeldið ræður miklu um gæfu
einstaklingsins og frelsi þjóðarinnar.
Enginn, sem lætur sér annt um velferð
barna sinna, getur því komizt hjá
þeim vanda að íhuga uppeldismálin
og notfæra sér þá þekkingu og reynslu,
sem fengin er. Allar leiðbeiningar í
þeim efnum eiga að vera kærkomnar
kennurum og foreldrum og raunar
öllum. Hver fullþroska maður er upp-
alandi í vissum skilningi. Dagleg um-
gengni og framkoma fjöldans á ríkan
þátt í því að skapa heilbrigð lífsvið-
horf og venjur.
Uppeldisvísindum hefur fleygt fram
á síðustu tímum. Nú er margt ljóst,
sem áður var móðu hulið. Skólarnir
eiga ekki að vera eingöngu fræðslu-
stofnanir, heldur og engu síður upp-
eldisstofnanir. Þeir eiga að vera áhrifa-
inikill aðili í siðferðisuppeldi þjóð-
arinnar. Skólarnir verða að þjóna nýj-
um kröfum og breyttum þjóðháttum.
Þeir verða að leggja meiri áherzlu á
félagslegt uppeldi. En viðleitni skól-
anna til mannbætandi áhrifa nær
ekki æskilegum árangri án samstilltra
krafta og vilja foreldra og heimila.
miðlungsbörn? Mér fannst óréttlætið
enn meira, af því að ég vissi, að mörg
börnin með lágu einkunnirnar stund-
uðu nám sitt af alveg eins mikilli alúð
og jafnvel meiri en mörg þeirra, sem
hæstar einkunnir höfðu.
Já, þetta var stundum dálítið óþægi-
leg kveðjustund. Hún átti þó að vera
stund sigurgleði og tilhlökkunar, en
varð dagur vonbrigða og stundum
niðurlægingar.
Sú hætta vofir alltaf yfir öllum próf-
skólum, að kennslan yfir veturinn sé
fyrst og fremst miðuð við kröfur próf-
anna, og er það í raun og veru eðli-
legt, eins og í pottinn er búið.
Þetta er alvörumál. Kennarinn er
bundinn meira og minna af þessum
þrönga ramma allan veturinn, og því
meir, sem nær dregur prófi.
Próf er oft ómissandi aðferð til að
sannreyna þekkingu nemenda, En ég
sé ekki, að barnaskólarnir myndu tapa
neinu við það, þótt öll árspróf væru
þurrkuð út. Við getum öll komizt af
án þeirra. Mér ofbýður þessi andlausi
þrældómur, sem alltaf er í kringum
prófin, þessar hárnákvæmu og bros-
legu mælingar á gáfum og þekkingu
barnanna okkar. Þetta er allt eitthvað
svo yfirborðskennt. Við getum ekki
mæk það, sem við helzt vildum mæla
— hamingjunni sé lof. Og ég finn síð-
ast, en ekki sízt, til samúðar með þeim
mörgu börnum, sem alltaf eru að bíða
ósigur á öllum prófurn, ár eftir ár.
Þeirra vegna er ég fyrst og fremst á
móti prófunum.
Mér væri þökk á, ef foreldrar og
kennarar vildu segja álit sitt á þessu
máli. Það kemur okkur öllum við.
H. J. M.
/