Heimili og skóli - 01.04.1953, Side 11

Heimili og skóli - 01.04.1953, Side 11
HEIMILI OG SKÓLI 31 til skreytingar, og hið eina, sem taka þarf tillit til, þegar þær eru búnar til, er, að þær séu nógu einfaldar. Sem dæmi um slíkar myndir má nefna: fljúgandi máf, fiðrildi, hlaupandi hest, blóm o. s. frv. Sá ágæti siður að nota hlóm til skreytingar í skólastofum, ryður sér til rúms hér. Ef einhverjum dytti slíkt í hug heima, þá er hér ágæt hugmynd um fallega og sérkennilega glugga- skreytingu. Flatir fjörusteinar, eða sérkennilegar smáhellur eru límdar saman á röndunum með sementi og umgjörð blómsturpottsins þannig fengin. Botninn getur verið járn- plata, eða hvað sem vera skal, en hann verður að vera vatnsþéttur. í þennan pott er svo plantað litlum kaktusum eða öðrum smávöxnum jurtum. í miðjum pottinum er kom- ið fyrir litlu húsi. Það er hægt að búa til úr pappa, trékubbum, eld- spýtustokkum eða leir. Fínum sandi, helzt ljósleitum, er stráð í kringum húsið og á stígana milli blómanna. Þarna er komið lítið skrauthýsi með aldingarði, gangstígum og steyptri girðingu utan um. Stærðin verður að fara eftir stærð gluggakistunnar. Börnin munu með ánægju gæta þessa litla skrúðgarðs, og um leið og hann gefur skólastofunni nýtt líf, nýjan blæ, er hann ágætis kennslu- tæki í grasafræði. Kennarasamkomur. Józkur skólafélagi og starfsbróðir sagði mér frá eftirfarandi: ,,Ég er kennari við lítinn sveitaskóla á N-Jót- landi. Við kennararnir á þessum slóð- um höfum tekið upp þann sið að hittast öðru hvoru. Þessar samkomur eru ætlaðar til fróðleiks og skemmt- unar. Við syngjum og spilum og ger- um ýmislegt okkur til gamans, og síðast en ekki sízt ræðum við sameig- inlegt áhugamál okkar allra: skólann. Við komum saman á heimilum hvers annars til skiptis og til þess, að þetta verði ekki óhóflega kostnaðarsamt, tökum við kökur með okkur að heim- an, en sá, sem er gestgjafi í það og það skiptið, veitir kaffið. Að sjálfsögðu tökum við konurnar okkar með okk- ur. Þarna eru því oft samankomin 30—40 manns. Ég held upp á þessar samkomur og vildi ógjarnan vera án þeirra." Skrift ok skriftarkennsla. Ég hef áhuga fyrir slíku og rakst nýlega á sérstæða kennsluaðferð með forskrift. Venjulega er forskriftin annað hvort prentuð í sérstakar bækur eða gefin af kennaranum. Hér var hún á lausum seðlum. Þeir voru úr stinnum pappír (karton) og ein lína skrifuð á hvern seðil. Seðillinn var álíka lang- ur og stílabókarsíða er breið og ca. 5 cm breiður. Seðlunum fylgdi sér- stök askja til að geyma þá í og voru 4 slíkir í henni. Kostir slíkrar aðferð- ar eru m. a. þessir: Þetta er ódýrara en venjulegar forskriftarbækur, þar sem hægt er að nota seðlana árum saman og láta börnin skrifa í venju- leg stílahefti. Fjölbreytnin er einnig mikil og ekki þarf annað en láta þau börn fá nýjan seðil, sem fljótari eru en hin að skrifa það, sem sett var fyrir. Aðalkosturinn er þó sá, að barn- ið getur fært seðilinn niður eftir síð-

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.