Heimili og skóli - 01.04.1953, Síða 15

Heimili og skóli - 01.04.1953, Síða 15
HEIMILI OG SKÓLI 35 brosti dálítið að þessari uppgötvun. — En þessi úlpa kostaði líkleg:i mörg hundruð krónur. Hann hélt áfram. Það var bezt að labba heim. — Hann gekk löturhægt. Það lá ekkert á. Það var ekkert gaman að vera heima, þegar mamma var úti að vinna, og svo var líklega kalt. Hann rnátti að. vísu kveikja á rafmagnsofn- inum. — En það var samt ekkert gam- an að vera einn heima. Hann vildi láta mömmu hlusta, þegar hann las. Hann vildi láta mömmu líta á skrift- ina, þegar hann var að skrifa, og mamma þurfti alltaf að fylgjast með, þegar hann var að reikna. Nei, það var ekkert hægt að gera fyrr en mamma kom heim. — Þeir Baldur og Dóri, félagarnir, sem hann var vanur að vera með, voru ekki við látnir í dag. Baldur fór í afmælisveizlu, en Dóri var lasinn. Jæja, það var víst ekki annað að gera en að fara heim. Hann átti heima utarlega á Eyrinni. Þau höfðu þar litla íbúð í kjallara. Eitt herbergi og eldhús. Það var nóg handa heim. Hann var nú bráðum kominn. Þarna var húsið. Hann nam staðar við dyrn- ar og tók í hurðarhandfangið, en hurð- in var auðvitað læst. Mamma gat ekki verið komin heim svo snemma. Hann þreifaði í vasa sínum eftir Iyklinum, en fann hann ekki. Hvað var nú þetta? Hafði hann týnt lyklin- um? En allt í einu mundi hann eftir því, að hann hafði gleymt honum á eldhúsbekknum, þegar hann fór í skólann eftir hádegið. Mikill dæma- laus klaufi gat hann verið. Hvað átti hann nú að gera? Hann sneri við og gekk aftur inn í bæinn. Hann ætlaði að labba inn á Kaupvangstorg og vita, hvað kirkju- klukkan vteri. Hann hafði ckki annað að gera. Það var betra en að bíða hérna. Hann gat þó gengð sér til hita. Það var farið að dimma, búið að kveikja á götuljósunum, og búðar- gluggarnir voru nú allir uppljómaðir. Þarna voru þá epli í glugganum í Esju. Það hefði verið gott að fá sér eitt. Hann var orðinn svo svangur. En hann átti enga aura. Mamma hlaut nú annars að koma bráðum, og þá fengi hann eitthvað að borða. Hann gekk upp hjá Ráðhústorgi. Þar nam hann staðar og litaðist um. Hvar voru allir strákarnir í kvöld? Líklega úti á Polli eða langt úti á Eyri. Þar var víst skautasvell. Þarna kom vingjarnlegur lögreglu- þjónn. Gunnar gekk í veg fyrir hann. „Heyrðu, geturðu sagt mér, hvað klukkan er?“ Lögregluþjónnmn, sem var risi að vexti, nam staðar og leit niður á þenn- an litla stubb. Hann leit á klukkuna sína og mælti: „Hana vantar 10 mínútur í 5.“ En svo bætti hann við: „F.rtu að koma fyrst núna úr skólanum, karlinn?" „Nei, ég er búinn að fara heim, en mamma er ekki heima.“ „Jæja, karlinn, en mamma þín hlýt- ur að vera komin heim nú,“ hélt hann áfram. >,Nei, mamma vinnur úti.“ „Hvenær kemur hún heim?“ „Klukkan 6.“ „Hvað ætlarðu að gera þangað til?“ „Ég veit það ekki. Jú, ég ætla að bíða.“ „Er þér ekki kalt?“

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.