Heimili og skóli - 01.04.1953, Blaðsíða 26
46
HEIMILI OG SKOLI
Svefnþörf barna
Það er nauðsynlegt, að börn fái
nægan svefn. Barn, sem ekki sefur,
eins og þörfin krefur, verður önugt
í skapi. Það missir matarlyst og verð-
ur veiklulegt í útliti. Mótstöðukraftur
þess gegn sjúkdómum og kvillum
minnkar. Þáð er æskilegt, að börn fari
að sofa á ákveðnum tíma á kvöldin.
Svefnþörf barna er þó misjöfn eftir
aldri og einstaklingseðli. Sum börn
eru kvöldsvæf, önnur eru morgunsvæf
og er rétt að taka nokkurt tillit til
þess, að minnsta kosti, þegar börnin
þurfa ekki að fara snemma á morgn-
ana í skóla. En umfram allt er það
áríðandi, að börnin fái að sofa og
hvílast, eins mikið og þeim er eðli-
legt og líkaminn þarfnast. Hraust
börn geta sofnað, þegar þörfin kallar.
Það á ekki að venja heilbrigð börn á
að sitja yfir þeim, áður en þau sofna.
Það á heldur ekki að þurfa að ganga
á tánum um húsið til þess að veita
ing, ef kennarar senda greiðlega allar
umbeðnar upplýsingar. Nokkuð mun
enn skorta á, að allir hafi sent útfyllt
eyðublöð, og vill Heimili ok skóli
hvetja alla, sem þessar línur lesa og
ekki hafa enn sent þau nefndinni, að
gera það sem allra fyrst. Þá munu
vera vel þegnar upplýsingar um látna
kennara o. fl.
íslenzkir kennarar eiga allir að
hjálpa til að gera þessa bók að merku
og myndarlegu heimildarriti um ís-
lenzka kennara.
börnum svefnró. Svefnþörfin er sterk
undir venjulegum kringumstæðum, en
oft vill það brenna við, að börn eru
orðin of syfjuð og of þreytt, áður en
þau hátta og leggjast til svefns. Þá
geta þau átt bágt með að festa svefn-
inn. Því ber að forðast að leyfa börn-
um að ærslast eftir kvöldmat. Þess ber
vel að gæta, að börnin hafi hreint
og gott loft þar sem þau sofa. Þá
verður svefninn heilnæmari og vær-
ari.
Enginn vafi er á því, að mörg börn
og unglingar, sem nám stunda, njóta
oft of lítils svefns og ná þess vegna
ekki eins góðum árangri í náminu.
Það er hægt að þekkja þau börn úr,
sem koma syfjuð í skólann á morgn-
ana. Þau eru þreytt og sljó.
Útivist barnaxseint á kvöldin að
vetrarlagi á ekki að eiga sér stað, nema
kannske á hátíðum og tyllidögum t. d.
þegar þau koma úr veizlum frá vin-
um og vandamönnum. Sums staðar
er opinbert eftirlit með útivist bama
á kvöldin. Þar, sem það er ekki, þurfa
foreldrar að fylgja föstum reglum
um útivist barna sinna. Það er einnig
mesti ósiður að leyfa börnum að sækja
kvikmyndahús á kvöldin. Hins vegar
er eðlilegt, að börn fái að yera úti
lengur fram eftir á sumrin en í
skammdeginu.
Taflan, sem hér fer á eftir, er tekin
upp úr Hagnýtri barnasálfræði eftir
Charlotte Búhler: