Heimili og skóli - 01.04.1953, Qupperneq 17
HEIMILI OG SKÓLI
37
Gamli skólinn minn
Það leikur sjálfsagt mörgum kennara Imgur
á að vita, hvern hug nemendur bera til skól-
ans og kennaranna, þegar þeir hafa kvatt
skólann sinn. Og spurningar vakna: Á ég
engin ítök í hjarta þessa unga fólks, sem
ég hef verið að fræða. Gleymir það mér og
skólanum sínum um leið og það hverfur
undan handarjaðri okkar? Ber það engar
hlýjar tilfinningar til mín eða skólans. Svona
spyrja vafalaust margir, og fá ýmist svör
eða ekki svör, bein og óbein. Kannske er þó
mest að marka viðhorf nemendanna til skóla
síns og kennara, þegar skólaárin eru langt
að baki, og hin þroskaði maður, karl eða
kona, getur horft hlutlaust á allt slíkt úr
nokkrum fjarska. Hér fer á eftir grein, sem
skrifstofustjóri, Lorentz Petersen, skrifar um
heimsókn i gamla skólann sinn og þær til-
finningar, er þá vakna.
Ritstjórinn
Það eru 30 ár síðan ég útskrifaðist.
Ég geng oft fram hjá gamla skólanum
mínum, því að ég bý í sama bæjar-
hluta, en ég hef ekki komið inn í hann
í 30 ár. Ekki fyrr en í gær.
Við höfðum verið að tala um það
nokkrir gamlir félagar, að það gæti
verið gaman að safna saman nokkr-
um gömlum skólafélögum, og okkur
kom saman um, að helzt ættum við
að hittast í gamla skólanum okkar.
Nú sást einnig ljós í glugganum
þeirra. Lítill Ijóshærður einstæðings-
hnokki fann nú einnig heimilishlýj-
una streyma inn í sál sína. Þessi litla
íbúð var þó þrátt fyrir allt þeirra
Paradís — þótt hún væri þeim oft
Það kom í rninn hlut að grennslast
eftir, hvort slíkt væri framkvæman-
legt. Og það gekk allt eins og í sögu.
Skólastjórinn lagði ekki aðeins sam-
þykki sitt á það, heldur hvatti okkur
mjög til þess. Og umsjónarmaður
skólans, sem auðvitað tók á sig alla
fyrirhöfnina, \eitti fúslega alla sína
aðstoð.
Og þó varð ég fyrir vonbrigðum, en
aðeins vegna þess, að ég gerði ósann-
gjarnar kröfur. Mér fannst sem sé,
að þessir góðu menn ættu ekki heima
í skólanum mínum. Ég vildi hitta
gamla skólastjórann minn þarna og
okkar gamla umsjónarmann, þótt ég
vissi, að það var ómögulegt. Ekki einn
einasti af gömlu kennurunum mínum
er nú lengur þarna. Hér eru ein-
göngu nýir menn — ókunnugir menn,
— og það í skólanum mínum.
Ég spurðist fyrir um, hvort ég mætti
ganga um skólann og líta á hann. Já,
það var velkomið. Það var alls staðar
opið.
Eins og ósjálfrátt gekk ég fyrst til
gömlu kennslustofunnat; minnar. Og
ósjálfrátt drap ég á dyr. — Við feng-
um gott uppeldi í þá daga. En hvað
hún er lítil, en hlýleg er hún, björt
og vingjarnleg. í gamla daga fannst
mér þetta vera stór salur.
Kennaraborðið er komið niður á
gólfið. Það hefur strax góð áhrif á
mig. í því felst einhver trúnaður.
Og þarna er gamla sætið mitt. Ég
dreg andann djúpt og smeygi mér inn
í bekkinn.