Heimili og skóli - 01.04.1953, Page 21
HEIMILI OG SKÓLI
41
aftur auka vanmetakennd hinna ólæsu
vesalinga að miklum mun.
Þá er að athuga í hvaða tilgangi er
hægt að notfæra sér lestrarkunnáttu.
Amerískir kennarar og sálfræðingar
voru einu sinni að leitast við að semja
skrá yfir mismunandi tilgang lestrar,
og voru þeir búnir að setja nærri 1700
atriði á skrána hjá sér, þegar ég hafði
síðast spurnir af. Ég mun ekki minn-
ast nema á nokkur atriði.
1. Lestur til þess að afla sér almenns
fróðleiks, sem þó er háður líðandi
stund. Þannig er t. d. sá fróðleikur,
sem felst í dagblaðalestri. Góður borg-
ari getur illa án hans verið, ef hann
á að geta rætt við félaga sína í kaffi-
tímanum og húsfreyjuna á kvöldin.
2. Lestur til að afla sér sérþekking-
ar. Þannig er öllum lestri í æðri skól-
um varið og eins lestri fagbóka að
skólanámi loknu.
3. Lestur til þess að leita að rök-
um fyrir þeim skoðunum, sem maður
aðhyllist.
4. Lestur af félagslegum ástæðum.
Maður les bækur sökum þess, að vinir
manns lesa þær eða ætla að lesa þær.
5. Skemmtilestur t. d. vikublöð,
flestar skáldsögur og einstaka blaða-
grein.
Hver, sem vill, getur bætt við þessi
atriði fjölda markmiða, en fyrir mér
vakti það eitt að sýna fram á, að lestr-
arkunnátta er út af fyrir sig ekkert
markmið, en henni er beitt í þjón-
ustu annarra markmiða.
Við skulum nú hverfa að annarri
spurningu, sem mönnum finnst senni-
lega engu síður fáránleg en sú fyrsta.
Hún hljóðar svo: Hvernig lesum við?
Þótt margir munu ætla, að þessi spurn-
ing sé mesta firra, þar eð vitað sé, að
við lesum með augunum, þá er mál-
ið engan veginn svo einfalt, og skal
ég strax geta þess, að meðan heilarann-
sóknir eru eins skammt á veg komnar
og þær eru, verður ekki úr því skorið
til fulls, hvernig við lesum, þar eð
við getum ekki sagt með neinni vissu
um, hvernig úrvinnsla heilans er, en
hún er vitanlega veigamikill þáttur í
því, sem við köllum með einu orði
lestur.
Þótt enn séu ekki öll kurl komin
til grafar, hvað rannsóknir á lestri
snertir, eru þær samt svo langt á veg
komnar, að rétt er að veita því, sem
þegar hefur áunnizt, nokkra athygli.
Lengi vel héldu menn, að þegar lesið
væri, hreyfðist augað jafnt og þétt
eftir línunni, sem lesin er. Árið 1878
veitti Frakkinn Javal því eftirtekt, að
þessu var ekki þannig farið, augun
hreyfðust í smástökkum og staðnæmd-
ust á nokkrum stöðum í hverri línu.
Vilji menn á auðveldan hátt ganga
úr skugga um þetta, geta þeir sett gat
á prentað spjald, haldið spjaldinu
fyrir framan lesandann og fylgzt með
augnahreyfingum hans gegnum gatið.
Eins má setja spegil® við hlið þess,
sem les og athuga augnahreyfingar
hans í speglinum. Ef um böm er að
ræða, er spegillinn ekki heppilegur,
þeim mun flestum þykja slík tilraun
of spaugileg til þess, að hún nái full-
komlega tilgangi sínum. Vísindalegar
mælingar á augnahreyfingum eru
gerðar á þann hátt, að geislar, sem
kastast inn í augað, eru ljósmyndaðir
bæði við innfalls- og útfallsvinkil, og
koma þá augnahreyfingarnar í ljós.
Hjá æfðum lesanda standa augun kvrr