Heimili og skóli - 01.04.1953, Qupperneq 7

Heimili og skóli - 01.04.1953, Qupperneq 7
HEIMILI OG SKÓLI 27 fararprófi ljúka þeir á 4 dögum. Þetta eigum við einnig að gera. Ekki vegna þess, að Danir og Norðmenn gera það, heldur af því, að þetta er skynsamleg ráðstöfun frá uppeldisfræðilegu sjón- armiði. Við eigum að þurrka út þessi fyrirferðarmiklu og hátíðlegu árspróf, og draga burtfararprófið enn meira saman. Allir kennarar nota meira og minna ýmis smápróf til þess að fylgjast með kunnáttu og getu nemendanna. Þessi próf eru nauðsynleg og eiga rétt á sér, en við þau má líka sitja. Með þessum * prófum veit kennarinn nákvæmlega, hvernig börnin eru á vegi stödd. Hann þarf ekki á vorprófunum að halda. Einkunnir á þessum smáprófum fara lágt. Þær þurfa engan að særa eða niðurlægja. Þær eru oftast aðeins á milli kennarans og nemandans og eiga ekki að fara annarra á milli. En hvað myndu foreldrar segja við þessari breytingu? Eg hygg að þeim muni nokkuð sárt urn prófin. Þau eru handhæg aðferð til að komast eftir námsárangri barn- anna, en allir foreldrar vilja fylgjast með því. Mér er þó nær að halda, að skólarnir njóti nú vaxandi trausts for- eldra, hvort sem þeir eiga það skilið eða ekki, og þar af leiðandi eru éink- unnir og próf ekki eins mikilvæg at- riði 02: áður. Eldri kennarar munu og margir halda fast í prófin. Þeir hafa lifað og starfað undir veldi þeirra, göllum þeirra og kostum — því að kosti hafa prófin einnig, þótt þeirra sé ekki getið hér. Þeir vilja sjá það svart á hvítu, að starf þeirra hafi bor- ið einhvern árangur, að krakkarnir sýni það, að þeir hafi eitthvað lært. En hvað myndu svo börnin segja? Það er í raun og veru aðalatriðið. Duglegu börnin myndu flest vilja hafa próf — líklega. Háu einkunnirn- ar vekja þægilegar tilfinningar. Það er gaman að sýna kunningjunum þær, og pabba og mömmu. Það er ánægju- legt að fá hrós og viðurkenningu. Allt þetta veita háu einkunnirnar. En hvað segja hin börnin, sem alltaf eru dæmd til að fá lágar einkunnir? Mér eru enn í fersku minni margir vordagar, þegar ég afhenti einkunna- bækur í bekknum mínum. Ég man eftir mörgum glöðum og stoltum börnum, en ég man þó betur eftir hinum, sem biðu eftir þessum Stóra- dómi með kvíða og jafnvel örvænt- ingu. Jafnvel þótt einkunnir þeirra væru ekki lesnar upp, var sársauki og niðurlæging í svip þeirra. Þau þurftu þó að sýna þær heima. Þegar duglegu börnin voru að sýna hvert öðru ein- kunnir sínar, fóru þessi börn með sín- ar einkunnir í felum. Hvað voru þess- ir andstyggilegu 4 og 5 á móts við tölurnar 7, 8 og 9 og jafnvel 10, sem hin börnin fengu? Oftar en einu sinni hef ég séð börn gráta yfir einkunn- um sínum, og enn fleiri hafa ef til vill grátið yfir þeim, þegar heim kom, jafnvel þótt þau hafi átt góða og skiln- ingsríka foreldra, sem tóku þessar töl- ur ekki allt of hátíðlega. Engan dag skólaársins sá ég jafn- miklar andstæður í svip barnanna og þennan dag. Og ég sagði stundum við sjálfan mig: Er nokkurt vit í þessari mælingu á börnunum? Er það réttlæt- anlegt, at setja börnin á þessar vogar- skálar og skipta þeim á svo áberandi hátt í heimsk börn, gáfuð börn og

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.