Heimili og skóli - 01.04.1953, Síða 14
.34
HEIMILI OG SKÓLl
Lokaðar dyr
Skólanum var lokið í dag. Börnin
komu út í smá hópum og dreifðust
í ýmasr áttir. Leiðir þeirra flestra lágu
nú heim. Þar biðu mömmurnar þeirra
með eitthvað gott til að svala hungr-
inu. Svo höfðu ýmsir talað um að hitt-
ast á eftir. Það var svo gott að hvíla
sig lítið eitt, áður en byrjað var á
heimanáminu.
Einn af mörgum, sem lögðu leið
sína frá skólanum þennan dag, var lít-
ill drenghnokki, átta ára gamall,
Gunnar hét hann, og var með ljósan
hárlubba og blá augu. Hann var
óvenjulega stuttur til hnésins og
kubbslegur, en dálítið gildur. Kann-
ske var það líka þykka lopapeysan,
sem gerði hann svona gildan. Svipur
hans var einkennilegt sambland af
barnslegu sakleysi og hreinleika ann-
ars vegar, en fullorðinslegri alvöru og
lífsreynslu hins vegar.
Töskuna sína bar hann á bakinu
Iíkamans búna til úr gibsi í eðlilegri
stærð og með eðlilegum lit; sérstaka
skífu til notkunar við lestrarkennslu
smábarna; landakort, búið til úr kross-
við sem „puslespil“; alls konar áhöld
til reikningskennslu o. fl. o. fl.
Geti einhver starfsbróðir notfært
sér eitthvað af því, sem ég hef talið
upp, þá er tilgangi mínum með þess-
um línum náð.
Kaupmannahöfn, í janúar 1953.
Albert Jóhannsson.
og gat því haft báðar hendurnar í
buxnavö.sunum. Hann hefur kannske
ekki haft neina vettlinga. Strákar eru
alltaf að týna vettlingunum sínum.
Þeir gleyma þeim ýmist heima hjá sér
eða í skólanum, en stundum úti á
víðavangi — og það er nú verra.
Gunnar litli var ekkert að flýta sér.
Þegar hann kom niður í bæinn, gaf
hann sér góðan tíma til að skoða í
búðargluggana. — Hvað skyldi hann
kosta þessi skátahnífur í K. E. A.?
Hann var líklega nokkuð dýr. En sá
var nú víst beittur! Það væri gaman
að tálga með honum spýtu. Hann ætl-
aði annars að verða smiður, þegar
hann var orðinn stór.
Hann hélt áfram út Hafnarstrætið.
Nú voru allir krakkarnir komnir á
undan honum. Hann var víst einn eft-
ir. — Það gerði ekkert til. Honum lá
ekkert á. Mamma var hvort sem er
ekki komin heim. — Hvað skyldi hún
kosta þessi skinnhúfa hjá Braun?
Hann hafði týnt húfunni sinni fyrir
hálfum mánuði, og síðan hafði hann
orðið að ganga berhöfðaður, hvernig
sem viðraði. Mamma hafði ekki haft
efni á að kaupa aðra húfu. — Hún
var sjálfsgat mjög dýr, en hlý hlaut
hún að vera.
Hann stóð lengi við gluggann.
Þarna var svo margt að sjá. — Þarna
var úlpa, sem líklega var alveg mátu-
leg á hann. Og húfan var föst við. —
Það var dálítið sniðugt. Það var þá
ekki hægt að týna henni. — Hann