Heimili og skóli - 01.04.1953, Side 18

Heimili og skóli - 01.04.1953, Side 18
38 HEIMILI OG SKÓLI Ef ég hefði verið spurður að því við eitthvert annað tækifæri, hvort ég myndi eftir þeim öllum, félögum mín- um, eða hvar þeir hefðu setið í stof- unni, þá hefði mér orðið stirt um svar. En nú mundi ég þetta allt. Ég sé þá alla fyrir mér. Hérna við hlið mína situr Harry. Þarna hinum meg- in Ib, Árni, Ottó og Röj. Og nú heyri ég í þeim öllum. Svo eru það Tot, Isse, Noppe, Brage, Jonte og Gasso. Þarna eru þeir allir. En hvað er orðið af þeim öllum? Hve mikið af öllu því, sem í þá var troðið hér í þessari skólastofu, hefur orðið þeim til gleði. Margt af því fór víst fyrir ofan garð og neðan. Margir, margir tímar fóru til þess,sem heimavinna,að teikna upp úr bókunum myndir, sem ekki voru allar mikil listaverk. Þungt hugsandi api í frumskógatré og annað því líkt. Hvað áttum við nú að gera með þetta? Þegar ég sit nú hér og hugsa um þetta allt, þá finn ég, að það eru ekki kennararnir, sem mest heimtuðu af okkur, sem kenndu okkur mest. Nei, það voru hinir, sem mest gáfu okkur. Það voru þeir, sem voru beztir. Ég minnist allra gömlu kennaranna minna með gleði, og flestra með þakk- læti. Nú, þegar allt er svo langt að baki, sé ég bezt, að það, sem ungum mönnum er dýrmætast, er ekki fyrst og fremst þekkingin, sem kennarinn miðlar, lieldur persónuleiki hans og mannleg samúð. Það er þetta, sem gerir hinn unga og frjóa hug mót- tækilegan fyrir lærdóm og þekkingu. Þeir kennarar, sem stóðu hjarta okkar næst kenndu okkur mest. Leiðsögn þeirra og fræðsla hafði úrslitaáhrif fyrir stefnu okkar síðar á ævinni. En hvað það var þó gott, að kenn- araborðið var komið niður á jörðina! Ég sé margt nýtt þarna í gamla skól- anum mínum. Þar hefur mörgu verið breytt. Hér er komið nýtízku bað, skólaeldhús og tannlækningastofa. Eðlisfræðistofan svarar til þess, er ég hafði hugsað mér vísindalega tilrauna- stofu. Og mynda- og líkanasafn teikni- stofunnar hefur nú verið gert að ánægjulegri vinnustofu, þar sem allir gömlu tréklossarnir, keilurnar og ann- að slíkt er horfið, en í stað þeirra eru nú þarna litauðugar myndir, er bera vott um mikið ímyndunarafl, svo og skemmtilegar barnateikningar. í smábarnabekkjunum sé ég marga skemmitlega hluti. Á stóru veggtöfl- unni standa ennþá nokkrar falleg- ar teikningar, sem notaðar eru við smábarnakennslu. Nú get ég betur skilið hana litlu frænku mína, sem var farin að ganga í skóla, og grét af þeirri ósanngirni fullorðna fólksins að vilja ekki lofa henni að fara í skól- ann einnig á sunnudögum. í mínu ungdæmi grétum við á hinum virku dögum. Þá var þess krafist af litlu barni, sem þráði leik og gleði, að það væri alvarlega hugsandi einstaklingur, sem tæki á sig skyldur lífsins möglun- arlaust. En þrátt fyrir allt þetta nýja, er ekki laust við, að það hafi ill áhrif að sjá myndirnar í stofunni. Margar af þeim eru hinar sömu, sem héngu þar, þegar ég var þar. Gat það verið, að þessar myndir væru enn notaðar við kennslu? Myndin af skósmiðnum, sem vinn-

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.