Heimili og skóli - 01.04.1953, Page 28

Heimili og skóli - 01.04.1953, Page 28
48 HEIMILI OG SKÓLl Til gamans * Ejtirlatisbarnið. Móðirin: „Hvers vegna grætur þú, engill inn minn?“ Sonurinn: „Hann Kristján — hann Krist- ján......“ Móðirin: „Hefur nú Kristján barið þig, gullið mitt?“ Sonurinn: „Ne — he — hei. . Hann bara skvetti á mig forarleðju.. Og nú hefur hann þvegið það allt saman aftur af mér, svo að nú get ég ekki sýnt þér það. — “ Dálítið eigingjarn. Frændi: „Hvað ætlar þú að verða, þegar ' þú ert orðinn stór.“ Pétur: „ Ég ætla að verða lögregluþjónn." Frændi: „Hvers vegna ætlar þú að verða lögregluþjónn." Pétur: „Jú, sjáðu nú til. Þá get ég rekið alla burtu, þegar eitthvað er að sjá. — — Hann hafnaði heiðrinum. „Nú' ætla ég að sjá, hvor ykkar hræðr- anna er kurteisari" — sagði móðirin, er hún hafði skipt stóru epli þannig, að annar hlut- inn var all miklu stærri. „Andrés er kurteisari" — sagði Hans og tók stærri partinn. Hafði fengið aðstoð. Þegar kennarinn hafði lesið stíl Eiríks, var hann mjög óánægður og sagði: „Mér er ómögulegt að skilja, hvernig einn drengur fer að gera svona margar villur.—“ „Ég gerði þær heldur ekki einn“ — sagði Eiríkur. — „Kristján hjáfpaði mér.“ Góð verkaskipting. Inga litla hafði fengið stórt epli hjá mömmu sinni. Þá sagði Pétur: „Inga eigum við ekki að leika Adam og Evu?“ Inga: „Hvers vegna?“ Pétur: „Þú gefur mér eplið, og ég borða það.“ IHEIMILI OG SKÓLI § IIMARIT UM UIM’ELDISMAi. Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar. 2 Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst v 24 si'ður hvert hefti, og kostar árgangur- 8 inn kr. 15.00, er greiðist fyrir 1. júní. $ Ú tgáfustjórn: S Snorri Sierfússon. námsstióri. S Páít Gunnarsson. kennari v Hannes I. Magnússon. skólastjóri S Afgreiðslu- og innheimtumaður: Árni Björnsson, kennari, Þórunn- g arstræti 103, Akureyri. 8 Ritstjóri: v Hannes J. Magnússon, Páls Briems- 8 götu 20, Akureyri. Sími 174. t’rentx’erh Odds Björnssonar h. f. S -ÍHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKHKHK Einfalt mál. Kennarinn: „Stíllinn þinn er mjög góður, Gunnar. En hann er alveg nákvæmlega eins og stíllinn hans Sigurðar. Hvernig á ég að skilja það?“ Kalli: „Sigurðar stíll hlýtur þá að vera góður líka.“ Jói: „Ég get dálítið, sem þú getur ekki, pabbi.“ Pabbi: „Hvaða bull er í þér, drengur?" Jói: „Jú, pabbi, ég get stækkað." Hann þekkti það. Kennarinn: „Sjálfsafneitun er það, að neita sér um eitthvað, sem maður þarfnast þó. Getur þú nefnt mér dæmi upp á það, Gunnar?“ Gunnar: „Já, ég neita mér stundum um að þvo mér, jafn vel þótt ég þurfi þess með.“ Það voru einu sinni tvíburar, sem voru svo líkir, að þeir fengu stundum lánaða peninga hvor hjá öðrum, án þess að vita af af því.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.