Heimili og skóli - 01.08.1954, Qupperneq 8
52
HEIMILI ()(; SKÓLI
ekki kunna það. Sumir svara alltaf
þannig í síma, eins og þeir væru stór-
reiðir og í vondu skapi. Þetta er þó
ekki svo. Þetta er illur vani. Maður
hrekkur stundum við, þegar þannig er
svarað, óþægilega og hranalega. Þetta,
jafnvel þótt smáærði sé, á sinn þátt í
að setja leiðinlegri blæ á samskipti
manna en þörf er á. Eg hringi ekki í
sum símanúmer nema ég megi til.
Afgreiðslufólk nú á tímum er vfir-
leitt lipurt og kurteist, þótt út af því
geti brugðið, en ekki nógu frjálsmann-
legt og glaðlegt. Þetta ættu \ innuveit-
endur að atliuga, þegar þeir ráða sér
slíkt fólk. Með því að gera kröfur í
þessum efnum, má bókstaflega ala upp
ungt fólk. En mér er nær að halda, að
á þetta sé sjaldan litið, og þarna séu
yfirleitt litlar kröfur gerðar. Það eru
vafalaust gerðar kröfur um stundvísi
og reglusemi, en þetta ætti að fylgja
með: Vertu glaðlegur! Vertu vingjarn-
legur! Við þá starfsmenn vilja allir
skipta. En hjá hinum er aftur sneitt,
sem eru þumbaralegir og tómlátir,
eins og þeim standi á sama um allt og
alla. Háttvísi í hinu daglega hvers-
dagslífi fegrar sambúð mannanna og
gjörir Iiana ánægjulegri. Þetta kostar
kannske nokkra þjálfun, en sú þjálf-
un er óhjákvæmileg. Það er fátt nauð-
synlegra en að þjálfa sig í rósemi,
skapstillingu og eðlilegri og fágaðri
framkomu. Ef kennari t. d. kann ekki
að stilla skip sitt, þjálfar ekki skapgerð
sína og framkomu, kallar hann yfir sig
alls konar vandræði, sem gjörir honum
lífið sem kennara óbærilegt. Þetta
verða margir aðrir að gera stöðii sinn-
ar \egna, svo sem læknar, dómarar og
raunar allir menn að einhverju leyti,
og þó ekki sízt foreldramir. í heimil
unum er lagður grundvöllurinn að
sambúðaruppeldinu. Sum börn eru
alltaf í æstu skapi,' yfir öðrum hvílir
jafnan geðró og jafnvægi. Að ein-
hverju leyti eru þetta erfðir eiginleik-
ar, en þarna skiptir heimilislífið einn-
ig miklu máli. Ef þar ríkir alltaf frið-
ur, góðvikl, hjálpsemi og réttlæti,
seytlar þetta inn í börnin smátt og
smátt, unz það verður hluti af þeim
sjálfum. Góðvildin og góðgirnin er
lyklarnir að hjörtum mannnana. Það
er sólskinið í lífi þjóða og einstaklinga,
og það sólskin er öllu öðru sólskini
bjartara og hlýrra.
Þetta sambúðarlögmál hefur aldrei
verið, óg mun aldrei verða, betur orð-
að en hjá Jesú frá Nazaret, er hann
segir:
Allt þetta, sem þér viljið, að aðrir
menn gjöri yður, það skuluð þér og
þeim gjöra. Þarna höfum við í raun og
veru allt, sem um þetta þarf að segja.
A þessum grundvelli þarf að byggja
upp sambúð þjóða og einstaklinga.
H. J. M.
Það kom nýlega fyrir í skólahéraði
einu á Fjóni, að skólanefndin lét fara
fram atkvæðagreiðslu nteð eða móti
skólastjóranum, sem hafði skilið við
konu sína og kvænst á ný. Blaðið, sem
frá þessu segir, lætur þess getið, að
jafnvel þótt skólastjórinn hafi gengið
sigrandi af hólmi í þessari atkvæða- -
greiðslu, eða með 53,2% atkvæða,
þurfi í framtíðinni að stemma stigu
fyrir slíkri atkvæðagreiðslu, sem ekki
eigi neina stoð í lögum.