Heimili og skóli - 01.08.1954, Side 10
54
HEIMILI OG SKÓLI
fastur öðru hvoru, en eftir ótrúlega
stuttan tíma er hann farinn að ferðast
á milli skólanna, og heima halda hon-
um engin bönd. Og svo hefur það ver-
ið þessi 7 ár, sem hann hefur gegnt
námsstjórastarfi hér norðanlands, að
hafi 'hann verið einhvern dag heima,
jafnvel þótt hann hafi setið við skriftir
frá morgni til kvölds í þágu embættis-
ins, hefur honum fundizt hann vera
að svíkjast um. Og þessi 7 ár hefur
hann skrifað 1200 bréf. Þar í eru þó
ekki talin fjölrituð dreifibréf. Þetta
lýsir nokkuð vel starfi Snorra.
Ég er sæmilega laus við öfundsýki,
en hef stunduð öfundað Snorra af þess-
um brennandi, gjósandi ákafa og
kappi. Þessu óslökkvandi lífsfjöri,
starfsorku og starfsvilja, sem hvorki
erfiðleikar né aldur hafa unnið á.
Síðastliðið haust, þegar Snorri var
að hefja yfirreið sína um Norðurland,
veikist hann alvarlega og verður að
leggjast undir mikinn uppskurð. Þá er
hann einum vetri miður en sjötugur.
— Nú hættir Snorri, — sögðu menn.
Hann fær varla þá heilsu, að hann geti
tekið upp erfið ferðalög á ný eftir
þetta áfall. — En hvað skeður? Eigi
miklu síðar spyrzt til Snorra norður á
Melrakkasléttu, þar sem hann er tek-
inn að heimsækja skóla, eins og ekkert
hafi í skorizt. Er svo skemmst frá að
segja, að hann heimsótti alla sltóla á
námsstjórasvæði sínu í vetur, boðaði
til funda í flestum byggðalögum og
flutti erindi um uppeldis- og skólamál.
Það er að vísu ekkert nýtt, að hann
iheimsæki flesta eða alla skóla á náms-
stjórasvæði sínu, því að það mun hann
hafa gert á hverju ári þessi 7 ár, og
suma oftar en einu sinni. Annað
taldi hann ekki viðunandi. Á sumrin
skrapp hann svo oft til útlanda og korn
að jafnaði heim fullur af nýjum og
gömlum áhugamálum.
En svo kemur loks að því, að laga-
bókstafurinn býður Snorra að hætta
öllu þessu umstangi fyrir skólana. Og
ekki þýðir að deila við dómarann.
SnoiTÍ segir af sér nú á þessu hausti.
jæja, þá er nii Snorri hættur, —
segja menn. Nú getur hann farið að
hvíla sig, lifa af eftirlaunum og hafa
náðunga daga. — En Snorri hættir
ekki. — Hann hlýðir að vísu lögunum,
og lætur. námsstjóraembættið öðrum
eftir, en hann byrjar bara á nýju verk-
efni, nýjum áfanga í lífi sínu, starf
andi lífi — og fyrir skólana og æskuna
skal það vera. Hann gerist brautryðj-
andi mjög mikilvægrar starfsemi, sem
er í nánum tengslum við skóla og upp-
eldi, sem sé sparifjársöfnun í barna-
skólum — sparnaðaruppeldi — en á því
hefur ef til vill aldrei verið svo knýj-
andi nauðsyn sem einmitt nú.
Við félagar Snorra, sem höfum
þekkt liann lengst og höfum sjálfir
kaldara blóð, erum hættir að verða
hissa. í lífi Snorra er alltaf eitthvað að
gerast. Þar er aldrei kyrrstaða, aldrei
nein lognmolla. Ég hef átt tal við
marga kennara, sem notið hafa náms-
stjórnar hans, og ber þeim öllum sam
an um, að þeir hafi haft mikið gagn að
hverri einustu komu Snorra í skólana.
Með honum kemur alltaf einhver
hressandi gustur. Hann er fullur af
nýjurn hugmyndum og nýjum tillög-
um. Hvar sem Snorri kemur í skóla,
fylgir því. alltaf einhver hreyfing, sem
rótar upp í hreiðri vanans og hvers-
dagsleikans. Kennarar eru stöðugt í