Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 18

Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 18
62 HEIMILI OG SKÓLI eins og æfðir fyrirlesarar og töluðu gott mál. Einn tók fiskiskipin, allar tegundir þeirra, annar tók yeiðarfær- in, þriðji fiskiveiðarnar við strendur íandsins, fjórði fisksöluna og útflutn- inginn. Höfðu þeir viðað að sér mikl- um fróðleik um öll þessi efni, bæði úr blöðum, tímaritum, alfræðiorðabók- um og víðar að. Höfðu þeir farið í söfn borgarinnar til að afla sér fróðleiks um þessi efni. Þarna voru allir vegsfir kennslustof- unnar þaktir stórum myndum og upp- dráttum, allt varðandi fiskveiðamar. Höfðu drengirnir gert allar þessar myndir og alla uppdrættina sjálfir, og voru margar þeirra hreint afbragð. Þarna mátti sjá allar mögulegar teg- undir fiskiskipa, veiðarfæra, veiðiað- ferða og fiska. Allt var þetta málað með sterkum vatnslitum. Þá var þarna upphleypt heimskort í fjómm hlutum, hið mesta meistaraverk. Það átti að sýna siglingar Norðmanna tii allra álfa heimsins. Kort þetta höfðu dreng- irnir einnig gert. Þá átti það einnig að sýna, til hvaða landa fiskurinn væri seidur. Siglingaleiðirnar voru merktar með örmjóum þráðum, sem lágu frá Noreó til hinna ýmsu landa heims. Þá var þarna úti í einu horninu á stof- unni líkan af Lófóten með tilheyrandi bryggjum, bátum, sjóbúðum o. fl. Ég sá þarna stórar og þykkar vinnu- bækur, sem drengirnir höfðu gert um þessi efni, og voru þær hinar prýðileg- ustu að öllum frágangi. Framkoma drengjanna var svo ein- arðleg og skemmtileg, að það var auð- séð að þeir höfðu notið mikillar þjálf- unar í þessum vinnubrögðum. Þarna voru nokkrir kennaraskólanemar að hlusta á, og svöruðu drengirnir spurn- ingum þeirra vel og skipulega. Stórt handbókasafn var þarna í stof- unni. Hvað, sem segja má um þessa kennsluaðferð, er ég sannfærður um, að drengirnir hafa þroskast mikið á þessum vinnubrögðum. Það má kann- ske spyrja, hvort hér sé ekki eytt of miklum tíma frá öðru, aðeins í þetta eina verkefni, en á margt er að líta í þessu sambandi, og eitt af því er það, að ég hygg, að við séum um of haldin af þeirri skoðun, að barnaskólabörn þurfi að vita sína ögnina af hverju í öllum mögulegum fræðigreinum. Þessi skoðun á rót sína í þeim tíma, þegar hin almenna fræðsla var lítil og barnaskólanámið var hið eina nám, sem um var að ræða. Nú er öðru máli að gegna. Nú berst þekkingin t. d. í landafræði, náttúrufræði og sögu sam- tíðarinnar til barnanna og ungling- anna eftir óteljandi leiðum í blöðum, útvarpi og bókum. Svo að það er nú ekki hundrað í hættunni, þótt eitthvað af þessum almenna fróðleik verði út- undan í barnaskólunum. Þegar það er svo haft í huga, að framhaldsskólarnir taka þetta allt fyrir á sínum tima. Það var mikið unnið í þessum skóla. Hvar sem maður kom sást eitthvað, sem börnin höfðu unnið. Sköpunargleðin virtist fá að njóta sín. — A einum ganginum var geysistórt, upphleypt kort af Noregi. Yfir því var gler. Á bak við það hafði verið komið fyrir rafmagnsleiðslu, svo að kveikja mátti á því, þannig, að þeg- ar stutt var á einn kveikjarann komu græn Ijós. Áttu þau að tákna allar stærstu borgirnar og bæina. Með öðr-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.