Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Side 20

Heimili og skóli - 01.08.1954, Side 20
64 HEIMILI OG SKÓLI þeir stofnuðu þatna í sveitinni árið 1917, hafa verið sér og öðrum ungling- um hollur og góður skóli. Þegar Eiríkur var tvítugur, fór hann í alþýðuskólann á Eiðum, og varð þar fyrir miklum og góðum áhrifum eins og fleiri. Hann hafði þá hugsað sér að verða barnakennari, og ætlaði í kenn- araskólann þegar að loknu námi á Eið- um, en af því varð þó ekki af sérstök- um ástæðum. Gerðist liann nú far- kennari í Skriðuhreppi haustið 1928 og var það í fjögur ár. Þá hætti hann kennslu og stundaði nú búskap næstu 6 ár, lengst í Skógurn. En alltaf leitaði hugurinn til kennslustarfanna, og svo varð það úr, að haustið 1929 settist hann í 3. bekk kennaraskólans, þá 35 ára gamall, og lauk þaðan prófi vorið eftir. Næstu 3 ár var Eiríkur kennari við Barnaskóla Húsavíkur. En haustið 1943 fær hann stöðu við Barnaskóla Akureyrar, og Itefur verið kennari við þann skóla síðan. Eiríkur Stefánsson er úrvalskennari, ntjög fjölhæfur, áhugasamur og síleitandi að einhverju nýju og betra. Hann hefur t. d. tekið saman handbók í átthagafræði ásamt Sigurði Gunnarssyni, skólastjóra í Húsavík, og er það nýjung á sviði ís- lenzkra kennslubóka. Eiríkur er ágætlega gefinn, athugull og glöggur, og sámvizkusamur og duglegur kennari með afbrigð- um. Þó að hann sé alvörumaður nokk- ur að eðlisfari og vegna uppeldis síns, er hann þó glaður og góður félagi og samvinnuþýður í bezta lagi. Þó að Eiríkur hafi, fyrir rás viðburð- anna, lent á ,,mölinni“, þá er ltann samt tengdur órjúfandi böndum við gróður jarðar og dýr. Það er engin til- viljun, að ltann er formaður Dýra- verndunarfélags Akureyrar og í stjórn Skógræktarfélags Akureyrar og áhugasamur og virkur í báðum þessum félögum. Ég óska þessum vini mínum og samstarsmanni allra heilla á þessum vegamótum, og þakka Itonunt fyrir góða og örugga samfylgd. Hann er enn ungur maður. Hann er enn barn ís- lenzkrar náttúru. Hann hefur enn gaman af að starfa, og verður því vafa- laust langlífur. Kvæntur er hann ágætri konu, Laufeyju Haraldsdóttur. Eiga þau hjón einn son, Hauk, hinn mesta efnismann, sein nú er skrifstofu- maður hjá Klæðaverksmiðjunni Gefjun á Akureyri. H. J. M. —X—. Það leið óðum að afmælisdeginum hans Kalla. Og hann gat varla uni annað hugsað en afmælið, og hvað hann myndi nú fá í af- mælisgjöf. Hans inikli draumur var að lá reiðhjól, og hann hafði meira að segja trúað mömmu sinni fyrir því. Svo var það dag einn, þegar hann var í skólanum, og tími í kristnum fræðum stend- ur yfir, að hann getur ekki stillt sig um að minnast á þessa ósk sína við kennslukonuna. Hún grípur þetta tækifæri fegins hendi og notar það sem texta í alvarlegri ræðu, þar sem hún sýnir börnunum fram á, hversu það sé fánýtt að safna jarðneskum gæðum. „Hin mesta hamingja í þessu lífi er það,“ segir hún, „að eiga fróma og góða sál.“ Þegar Kalii kemur lieim seinna um daginn, segir hann við mömmu sína: „Mamma, nú langar mig ekkert til að fá reiðhjól í afmælisgjöf." „Jæja, hvað langar þig þá til að fá?“ „Eg vil heldur eiga góða og fróma sál,“ segir Kalli litli.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.