Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 21
HEIMILI OG SKÓLI
65
Einkennileg erfðaskrá
í lok síðustu aldar sást undarlegur
maður á götum Flensborgar. Þetta var
ríki verðbréfasalinn Peter Cristian
Petersen, — einmana, gamall, sérvitur
piparkarl. Hann var alltaf í grænum
veiðimannafrakka og trosnuðum bux-
um. Hann hafði alltaf risastóra, græna
regnhlíf — og í hvert skipti og hann
staðnæmdist við barnaskólann og at-
hugaði leiki barnanna gegnum girð-
inguna, voru þarna alltaf einhverjir
slæmir strákar, sem gerðu gabb að
honum. En þar voru líka mörg góð og
vel uppalin börn, sem heilsuðu gamla
manninum kurteislega. Þá var hann
vanur að spyrja þau um nafn og heim-
ilisfang.
Enginn vissi, hvað hann ætlaði að
gera við þessi nöfn. Líklega safnaði
hann mannanöfnum eins og ýmsu
öðru. Margir höfðu meðaumkvun með
þessum manni, sem þrátt fyrir auðæfi
sín fann aldrei hamingju í lífinu, —
þá, sem aðeins er að finna í ástinni og
tindrandi barnsaugum.
Þann 13. nóvember 1900 dó Peter
snemma um morguninn. Og seinna
þennan sama dag kom skiptaráðand-
inn, Jóhan’n Nikolaj Dammann, yfir
í íbúð hans til að opna erfðaskrá, sem
vitað var, að hann lét eftir sig.
Dammann hafði ekki lesið mikið af
erfðaskránni, þegar hann varð ntjög
undrandi og lét kalla á fulltrúa sinn.
I>ví að það, sem hann hafði stafað sig
fram úr af hinni hlykjóttu skrift öld-
ungsins, var svo óvenjulegt, að hann
trúði varla sínum eigin augum. Það
var eins og að lesa niðurlag á ævintýri
frá gömlum tímum. Og þó var þetta
raunveruleiki: Gamli sérvitringurinn,
sem var meiri einstæðingur en nokk-
urn hafði grunað, sýndi nú eftir dauða
sinn hve hjartagóður hann var. Hann
arfleiddi hvorki neina velgjörða-
stofnun né fjarlæga ættingja að hin-
um ntiklu eignum sínum, heldur 110
litlar skólastúlkur í Flensborg, sem
hann þekkti ekki annað en hafa talað
við þær á götunni eða þekkt þær f
sjón, þegar þær heilsuðu eða hneigðu
sig fyrir honum.
„Öll auðæfi mín,“ skrifaði Peter,
„gef ég mínum 110 kæru bömum.
Peningunum á að skipta þannig, að
enginn þurfi að öfunda annan, og að
börnin geti haft ánægju af þeim alla
ævi. Hver af þessum eftirtöldu stúlk-
um skal fá um hver jól 30 mörk, með-
an þær lifa, og hvar sem þær eiga
heima. . . .“ og við erfðaskrána var
festur listi með nöfnum og heimilis-
föngum hundrað og tíu kurteisra
stúlkna — fátækra og ríkra — sem
fengu nú að vita hjá foreldrum sínum,
að þær væru erfingjar að 200.000 gull-
mörkum látna einstæðingsins.
Og þannig varð það. í fimmtíu
og þrjú ár hefur síðasta ósk Peters
Cristans Petersens verið uppfyllt um
hver jól. í meira en hálfa öld hefur
pósturinn fært þessum stúlkum, með-
an þær lifðu, þessa jólagjöf, hvar sem
þær voru. Og eflaust hafa þær oft sent