Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 29
HEIMILI OG SKÓLI
73
Frá móti norðlenzkra
barnakennara
Dagana 30. maí til 3. júní s.l. var
haldið mót norðlenzkra barnakennara
á Akureyri. Þátttakendur voru 65.
Nokkrir þeirra bjuggu í barnaskóla-
húsinu, þar sem mótið var haldið, og
var þeim búið þar sameiginlegt mötu-
neyti.
Mótið var sett kl. hálf-fimm síðdeg-
is, sunnudaginn 30. maí, í samkomu-
sal barnaskólans, af Jóni Þ. Björnssyni,
formanni Sambands norðlenzkra
barnakennara. Forseti mótsins var
kjörinn Snorri Sigfússon, námsstjóri.
Aðalviðfangsefni þessa rnóts var
starfrænt nám í bamaskólum. Auk
þess voru tekin til meðferðar ýmis
önnur uppeldis- og skólamál, svo sem
reikningskennsla, skólasöngur o. fl.
Mót þetta var einkum hugsað sem
fræðslu- og kynningarmót. Og í sam-
ræmi við það voru flutt mörg erindi.
Nokkur voru eingöngu ætluð kennur-
um til íhugunar og umræðu, en hin
að gera okkur vonir um, að koma í
veg fyrir meiri sýkingu, vinna á þess-
um sjúkdómseinkennum, verðum við
að grafa fyrir æturnar, leita að ástæð-
unum, sem liggja til þess, að barnið
getur ekki sagt satt. Þess vegna verðum
við að byrja allar okkar spurningar á
einu orði: Hvers vegna?
Lauslega þýtt úr dönsku. H. J. M.
voru kvölderindi, og var almenningi
gefinn kostur á að sækja þau.
I sambandi við mótið var sýning á
skólavinnu bama úr eyfirzkum skól-
um, svo sem handavinnu, teikningu,
vinnubókum og skrift. Auk þess var
mjög fjölbreytt sýning á kennslubók-
um og handbókum fyrir kennara,
flestum frá Bretlandi og Norðurlönd-
unum.
í sambandi við mót þetta var haid-
inn aðalfundur S. N. B. Auk venju-
legra aðalfundarstarfa voru þar rædd
ýmis mál og gerðar ályktanir. Kosin
var ný stjórn til næstu tveggja ára.
Hana skipa: Björn Daníelsson, skóla-
stjóri á Sauðárkróki, formaður, Garð-
ar Jónsson, Hofsósi, og Magnús
Bjarnason, Sauðárkróki. Aðalfundur-
inn samþykkti að gera Snorra Sigfús-
son að heiðursfélaga sambandsins.
Einn daginn fóra um 50 þátttakend-
ur mótsins skemmtiferð í Öxnadal og
gróðursettu 1200 trjáplöntur í Minn-
ingarlundi Jónasar Hallgrímssonar að
Steinsstöðum. Með í förinni var Bern-
harð Stefánsson, alþingismaður. Bauð
hann gesti velkomna á æskustöðvar
Jónasar, sagði síðan frá uppvexti hans
og æskuheimili á Steinsstöðum og
skýrði örnefni í dalnum í sambandi
við ljóð hans. Mun Bernharð einn
fróðastur núlifandi manna um þessi
efni. Njáll Bjarnason, kennari, flutti
Dalvísur Jónasar. Auk þess voru