Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 36
80
HEIMILI OG SKÓLI
Þekking er vald - Menntun er máttur
Ég hef stundum heyrt því haldið
fram, að kennarar þyrftu ekki að vita
ýk’ja mikið meira en það, sem þeir
ættu að kenna nemendum sínum.
Þetta er hinn mesti misskilningur.
Menntunin gefur kennaranum vald,
ekki til að drottna yfir nemendunum,
heldur til að hafa áhrif á þá til góðs.
Þekkingin gefur kennaranum sjálfs-
traust, gerir framkomu hans örugga og
frjálsmannlega gagnvart nemendun-
um, og eykur þannig á persónuleika
hans og áhrifamátt. Hinn, sem finnur
til vanmáttar síns, verður hikandi og
óframfærinn og á það á hættu, að nem-
þau bæði um skeið. Skólastjóri þakk-
aði báðum þessum nefndarmönnum
fyrir frábærlega góða samvinnu og
góðvild í garð skólans alla tíð og bauð
hina nýju fræðsluráðsmenn velkomna
til samstarfs. Að lokum þakkaði hann
alveg sérstaklega einum kennara langt
og gott starf, en það er frú Elísabet
Friðriksdóttir, sem verið hefur fastur
stundakennari í handavinnu samtals í
25 ár við skólann. Er hún nú að láta af
starfi og flytja úr bænum.
Að lokum afhenti skólastjóri bama-
prófsskírteini, og kvaddi börnin með
stuttri ræðu, og lauk ræðu sinni með
þessum orðum:
„Skólinn verður fátækari, þegar þið
hverfið héðan, en þjóðfélagið ríkara.
Þannig á það að vera. Það á að vera
hið mikla og göfuga hlutverk skólans,
að stuðla að því, að þjóðfélagið eignist
sem flesta góða og nýta þegna.“
endurnir nái valdi yfir honum. Það
verða því aldrei gerðar of miklar kröf-
ur um menntun kennara. Hitt skal þó
játað, að við höfum átt nokkra úrvals
kennara, sem ekki höfðu alið langan
aldur á skólabekk. En þeir hafa, þrátt
fyrir allt, átt þá menntun hjartans,
sem dugði þeim til góðra áhrifa. Og
hitt er einnig víst, að þekking og lær-
dómur geta ekki gert alla að góðum
kennurum. Það hrekkur ekki alltaf til
að vega upp á móti öðrum göllum, sem
þeir kunna að hafa. En kennari verður
ekki aðeins að kunna mikið í sínum
fræðum, til þess að hafa alltaf fullkom-
ið vald á kennslu sinni. Hann má held-
ur ekki vera úti á þekju í málefnum
samtíðar sinnar. Hann verður, og öll-
um öðrum tfremur, að skilja þá samtíð,
sem hann vinnur fyrir, kosti hennar og
galla, alveg eins og honum er það lífs-
nauðsyn að skilja nemendur sína.
Það má segja að menntun kennara
sé nú orðin góð, 6—7 ára nám. En
næsta skrefið verður að veita kennur-
um aðgang að Háskóla íslands til að
afla sér þar framhaldsmenntunar. Það
mun þó ekki rétt að gera það að
skyldunámi til að öðlast kennararétt-
indi. En kennarar, sem hljóta þar
framhaldsmenntun, munu að jafnaði
sitja fyrir stöðum, svo að það ætti að
vera nokkuð rík ástæða til að ætla, að
kennarar almennt myndu, þegar fram
líða stundir, telja sér ávinning í því að
stunda þar minnst eins vetrar háskóla-
nám.
H. J. M.