Heimili og skóli - 01.08.1954, Blaðsíða 37
HEIMILI OG SKÓLI
81
Snorri Sigfússon,
kvaddur á móti S.N.B. vorið 19 54
Ég hef löngum dáð þá, sem árin aldrei beygja, —
sem ellin færir þroska, en hvorki glöp né kröm, —
sem aldrei lærðu að hopa og hvergi af stefnu sveigja
en hvesstu brún í élin, þegar f jöldinn skreið í höm.
Við þekkjum slíka garpa frá okkar eigin ströndum, —
þeir ungir lögðu í víking, — í hug brann æskuglóð.
Þeir græddu hvorki metorð né auð í öðrum löndum
en auðguðust að víðsýni og trú á land og þjóð.
/
Með fjársjóð dýrra vona þeir heim til aettlands héldu,
því heima biðu verkefnin, mörg og þung og stór.
En hugsjónir og manndóm við silfri ei þeir seldu,
því sáu menn og skildu hvar brautryðjandinn fór.
Þeir lögðu hönd á plóginn, þeir lyftu Grettistökum,
þeir lögðu stein í vörður, í einstig hjuggu spor,
þeir brutu vanans helsi, þeir hnekktu þrældóms tökum,
þeir hrundu svefnsins drunga, en glæddu von og þor.
Þótt höndin slitni og lýist, er sálin ung og ýtur, —
þótt ævisumri halli, er starfsins tími enn.
Og þegar svefnsins bróðir að lokum leiknum slítur,
þeir leggja frá sér spilin og kveðja, — eins og menn.
En verkin þeirra standa og varða nýjar leiðir, —
þeir vegir liggja í sigurátt í gegnum starf og þraut.
Frá bálum þeirra hugsjóna enn sig eldur breiðir,
sem yljar nýrri kynslóð — og varpar ljóma á braut. —