Heimili og skóli - 01.08.1954, Page 40
84
HEIMILI OG SKÓLI
SIGURÐUR GUNNARSSON:
Listin að lifa
Kafli úr skólaslitaræðu
Kæru fullnaðarprófsbörn. Að lokum
langar mig til að beina nokkrum orðum til
ykkar sérstaklega. í huga mínum er það
ætíð hátíðleg stund, þegar fullnaðarprófs-
bekkur kveður skólann, þegar böm, sem
við kennararnir erum búnir að vera sam-
vistum við í sjö ár, eru að kveðja. Þá er
jafnan svo margs að minnast. Otal atvik
frá liðnum samverustundum hópast fram
í hugann. Flestra þeirra er ljúft að minn-
ast. Og þótt sum kunni ef til vill að setja
einhvern skugga á minningar samveruár-
anna, er gjarnan reynt að gleyma þeim.
Efst í hugum okkar kennaranna er ætíð
þakkíæti til ykkar fyrir samstarfsárin
liðnu og einlægar óskir um það, að þið
megið ætíð ganga á guðs- og gæfuvegum,
því að þá má vissulega vænta þess, að þið
verðið góðir og nýtir þegnar í okkar kæra
þjóðfélagi. En slík er ósk hvers kennara.
í vor eru merkileg tímamót í lífi ykkar
flestra í tvennum skilningi. Þið ljúkið
fullnaðarprófi og segið skilið við bama-
lærdóminn, — og þið verðið fermd eftir
tiltölulega fáa daga, eftir því sem ég bezt
veit. Ég leyfi mér að minna ykkur sérstak-
lega á ferminguna, minna ykkur á, að það
er heilög athöfn, sem á að geta haft ómet-
anleg áhrif á æviferil ykkar, ef þið eruð
nógu þroskuð til að skilja hana rétt. Það er
heilög athöfn, þegar þið vígið líf ykkar
kristilegri breytni og hugarfari. Ég treysti
því, ungu vinir, að þið reynið að gera ykk-
ur það að fullu ljóst, og að þið látið aldrei
áhrif þeirrar stundar þurrkast burt úr vit-
und ykkar. Látið þau heit, sem þið þá
vinnið, vera sem skæran vita á vegum
ykkar. Og látið þann skæra vita, hina
kristilegu lífshugsjón, varpa ljósi sínu yfir
líf ykkar allt og framkomu. Þá verðið þið
öll elskuleg og eftirsótt, hvar sem þið
dveljið, og hvað sem þið takizt á hendur.
Já, þá verðið þið einmitt þeir menn og
konur, sem bærinn okkar þarfnast og
þjóðin öll.
Á slíkum tímamótum sem þessum, er
hverju ungmenni nauðsynlegt að nema
staðar og gera sér fullkomlega ljóst, að
barnsárin, með öllum sínum léttleika og
gáska, öllu sínu barnslega hugsunarleysi,
eru nú að hverfa og alvörumeiri tímar,
þroska- og fullorðinsárin að taka við. Já,
lífið sjálft, með öllum sínum önnum og
skyldum, — þetta jarðlíf, sem getur verið
svo yndislegt, og er svo yndislegt, ef við
aðeins erum menn til að skilja það rétt og
taka skynsamlega því, sem að höndum ber.
— Til er gamalt spakmæli, sem segir svo:
Listin að lifa, hin erfiðasta, nauðsynleg-
asta og æðsta list allra lista, er framar öllu
listin að hugsa, — að hugsa frjálslega, af
einlægni, djörfung og alvöru. — Nú í vor
þurfið þið fyrst í fullri alvöru að gera ykk-
ur Ijóst, að þið verðið að læra þessa list, ef
vel á að fara. Vafalaust munu mörg ykkar
stíga einhver víxlspor ,eins og margan
góðan mann hendir, áður en þið hafið lært
lærdóma lífsins til hlítar. En eftir þeim
kynnum, sem ég hef af ykkur, treysti ég
því, að þið getið öll lært listina að lifa, —
lært að hugsa frjálslega, af einlægni, djörf-
ung og alvöru. Þá látið þið aldrei blekkjast
af neinni þröngri skoðana- og sérhags-
munaklíku, þá eltið þið aldrei sjúka tízku
samtíðar ykkar í hvaða formi, sem hún
birtist, — þá kunnið þið að greina kjarn-
ann frá hisminu í hverju sem er. — Við
þurfum öll að trúa því, ungu vinir, að við
séum í heiminn komin til þess að inna af
höndum eitthvert ákveðið hlutverk í lífinu,
og leysa það af hendi eftir allra beztu getu
og samvizkusemi. Þá trú vildi ég óska að