Heimili og skóli - 01.04.1962, Page 5

Heimili og skóli - 01.04.1962, Page 5
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 21. árg. Marz—Apríl 1962 2. hefti Hlýhni A fyrstu áratugum 20. aldarinnar, þegar við vorum í óða önn að steypa af stóli mörgum hinum fornu dyggð- um, komust ýmis orð í málinu í ónáð og urðu eins konar bannorð, eitt af þeim var orðið hlýðni. Það var að vísu ósköp meinlaust orð út af fyrir sig, en það var ekki lengur þörf fyrir það. Þá gengu menn í eins konar frelsisvímu. Frelsi og aftur frelsi var kjörorðið. Þetta var ekkert óeðlilegt, bæði vegna þess að mennirnir höfðu fengið nóg af ófrelsinu í alls konar myndum á flestum sviðurn, og eftir stjórnarbylt- inguna miklu í Frakklandi trúði heim- urinn á frelsið sem liina miklu lausn á allri óhamingju mannanna. Frelsið átti að byrja í vöggunni og ná út yfir gröf og dauða. Þó að þessi trú á frelsið ylli aldahvörfum og færði mannkyn- inu mikla blessun og þroska, var hún þó oft ákaflega óraunhæf og meira í ætt við draum en veruleika. Þetta kom víða fram og meðal annars í uppeldis- málunum, en þangað seytlaði þessi frelsisást. Fyrst sem óljós þörf, en síðan sem uppeldisfræðileg kenning. Og þá er það, að orðið lilýðni er talið úrelt hugtak og óþarft, þar sem ekkert átti að banna, var hlýðnin óþörf. En kenn- ingin var í stórum dráttum þessi: Börnin áttu að vaxa upp í sem allra mestu frelsi. Þau áttu að renna upp eins og fíflar í túni og verða fyrir sem minnstum afskiptum af foreldrum og öðrum, sem þau umgengust. Þau áttu að fá að gera það, sem þau vildu, og þau þurftu ekki að gera annað en það, sem þau vildu. Þetta var hið heilbrigða uppeldi, sem móðir náttúra ætlaðist til. Það voru meira að segja stofnaðir skólar í þessum anda. En þeir, sem rót- tækastir voru í þessum efnum, lifðu ekki lengi. Þeir stóðu einn góðan véð- urdag galtómir, því að nemendurnir höfðu notað sér frelsið til að yfirgefa þá. Hins vegar óx margt gott upp af þeirn skólum, sem fóru sér hægara og kunnu sér hóf. Þeir fluttu inn í skóla- stofuna ný og frjálsari vinnubrögð, mildari og mannúðlegri aga og fersk- ara loft. Þessir skólar, svo sem Monte- sori- skólarnir og fleiri, unnu gott verk með því að beina starfinu inn á nýjar

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.