Heimili og skóli - 01.04.1962, Side 8
36
HEIMILI OG SKOLI
framan. Það er hinn mesti kjörgripur,
sem um getur í mannlegu lífi og mann-
legum samskiptum, en það hefur verið
misnotað og misskilið meir en flest
önnur gæði lífsins. Algjört frelsi er
ekki til, ekki einu sinni í hreinu villi-
mannsástandi, þar sem hver má gera
það, sem hann vill. Frelsi í uppeldi er
heldur ekki til. Takmörkun á frelsi er
siðferðisleg og menningarleg nauðsyn.
Skilningur á þessu er hluti af þroska
hvers manns, hverra foreldra. Um
þetta verða ekki gefnar neinar tæm-
andi reglur. Börn hafa gott af að láta
eitthvað á móti sér. Það er kannski
einhver mesti veikleiki okkar, að börn
eru ekki vanin á að láta á móti sér. Þau
lifa við of mikið meðlæti. Þarna mega
foreldrar vara sig.
Ég vil svo að lokum vara foreldra
við einu: Þeir mega aldrei kaupa börn
til hlýðni eða eftirlátssemi. Þá geta
skapast ýmsar óvenjur, sem verða að
vana, svo sem sælgætisát í ýmsum
myndum, og verður þá seinni villan
verri hinni fyrri. H. J. M.
1 handai’innustofunni.
Ljósm. P. Gunnarsson.