Heimili og skóli - 01.04.1962, Síða 11
HEIMILI OG SKÓLI
39
hann einnig þráð að vera félagi, jafn-
ingi og sálunautur konu sinnar, hann
getur jafnvel haft þörf fyrir að leita
hlýju og öryggis í móðurfaðmi liennar.
Þannig mætti lengi telja og nefna mörg
afbrigði, en þess gerist ekki þörf.
Meginmáli skiptir að hafa í huga,
að maðurinn er yfirleitt marglyndur
og sundurlyndur. Hin meðvituðu
markmið og óskir eru ekki nema lítill
hluti af sálarlífi hans. Ómeðvitaðar
þrár og þarfir mega sín mikils og skjóta
upp kollinum, þegar minnst vonum
varir. Þær trufla hina samfelldu rás
tilverunnar og því reyna menn að reka
þær á flótta, þó að sjaldan takist það
alveg. Hver einstaklingur reynir mikið
til að finna þeim þörfum farveg og út-
rás, sem orðið liafa utanveltu við meg-
inþráð persónuleikans. Sumir finna
þann farveg í tómstundadundi sínu,
aðrir með öðru móti. Og í samlífi
hjóna skapast einnig ein persónuheild
með tveimur þátttakendum. Þar verð-
ur einnig margt út undan. Ef ekki á
að lenda í árekstrum, þarf einnig að
finna því farvegó Sá farvegur verður
oft og tíðum börnin. Óheilbrigð til-
finningatengsl foreldra og barna, sem
leiða til erfiðleika hjá börnunum, stafa
einmitt oft af því, að börnin verða far-
vegur fyrir ómeðvitaðar tilfinningar
foreldranna, en þær tilfinningar rekast
á við hinar meðvituðu og viðurkenndu
tilfinningar.
Freistandi er að reyna að útskýra
þetta með dæmi, sem þó verður að
vera tilbúið. Segjum, að eiginmanni
finnist hann skorta blíðu og nærgætni
hjá konu sinni. Uppbótar getur hann
leitað með því að gerast sérlega elskur
að dóttur sinni. Þetta getur hins vegar
leitt af sér, að móðurinni finnist hún
vera vanrækt á kostnað dóttur sinnar,
fyllist afbrýðissemi í garð hennar og
svipti hana þeirri móðurblíðu, sem
hún hefur þörf fyrir. Vilji eiginkonan
hefna sín á manni sínum eða gera hon-
um gramt í geði, getur hún gert það
með því að refsa dótturinni fyrir eitt
eða annað smáræði. Eiginmaðurinn
getur látið krók koma á móti bragði
með því að gera refsinguna að engu.
Þegar þessu líkt samspil er hafið, hafa
foreldrarnir að sjálfsögðu misst, upp-
eldið út úr höndunum á sér.Það furðu-
legasta er þó, að foreldrarnir gera sér
sjaldnast grein fyrir, að samspil sem
þetta eigi sér stað. Það er þeim yfirleitt
ómeðvitað. Og þar sem það gegnir á-
kveðnu hlutverki í samlífinu og stuðl-
ar að jafnvægi, fölsku jafnvægi að vísu,
eiga þau oftast mjög erfitt með að við-
urkenna það.
Þessum þönkum skal nú lokið að
sinni. Af þeim mætti e. t. v. sjá, að
helzti Þrándur í Götu góðs uppeldis
er varla fyrst og fremst, að fólk skorti
reglur, ráð og boðorð um meðferð
barna. Vandinn er fólginn í tilfinn-
ingalífi mannsins, marglyndi þess og
sundurlyndi, fjölbreytni þess og hreyf-
anleika. Vissulega er þetta eitt af að-
alsmerkjum mannsandans, án þeirra
væri hann naumast annað og meira
en stirð trébrúða. En sá bögull fylgir
skammrifi, að það verður manninum
sjálfum og afkvæmi hans til hnekkis,
nema því aðeins að hann þekki eðli
sitt, viðurkenni það og finni því far-
vegi, sem samrýmanlegir eru skyn-
semi og réttlætisvitund.