Heimili og skóli - 01.04.1962, Side 14
42
HEIMILI OG SKÓLI
urgeirsson flutti ávarp um starfs-
fræðslu og gildi vinnunnar. Ólafur
Gunnarsson ræddi við leiðbeinendur
um tilhögun dagsins. Barnakór Odd-
eyrarskólans söng nokkur lög undir
stjórn Jakobs Tryggvasonar.
Minna spurt um iðnað.
Starfsfræðslan fór fram í 14 stofum
skólans. Flestir spurðu um flugmál
eins og áður, eða um 220 unglingar.
Meðal annarra var þarna flugumferð-
arstjóri og flugfreyja, sem kom frá
Reykjavík. Þá spurðu 120 stúlkur um
hjúkrunarstörf, 90 piltar um lögreglu-
og umferðarmál. Um stýrimannaskól-
ann og stýrimannanámskeið spurðu
53, um loftskeytastarf 48, um læknis-
fræði 41 og um íslenzk fræði og erlend
mál 39. Um aðrar greinar spurðu
færri. Áberandi var, hve minna var
spurt um iðngreinar nú en áður. Og
er það ekki heppileg þróun í iðnaðar-
bæ.
Kvikmyndir og skoðun vinnustaða.
Þá var fræðslusýning Samvinnu-
skólans undir stjórn Vilhjálms Ein-
arssonar mjög mikið sótt. Skoðuðu
hana 250 unglingar. Voru sýndar lit-
skuggamyndir úr starfi Samvinnuskól-
ans í Bifröst með skýringum af segul-
bandi.
I sambandi við starfsfræðsluna voru
sýndar þrjár kvikmyndir. Um hjúkr-
unarnám, skipasmíðar og íslenzka lit-
kvikmyndin „Sjósókn og sjávarafli“.
Margir unglingar skoðuðu flugturn-
inn nýja á Akureyrarflugvelli. Af
vinnustöðvum skoðuðu flestir ullar-
verksmiðjuna Gefjuni og skóverk-
smiðjuna Iðunni.
Þá bauð Akureyrarkaupstaður starfs-
mönnum dagsins til kaffidrykkju að
Hótel KEA. Stefán Ág. Kristjánsson
framkv.stj. þakkaði leiðbeinendum
dagsins og stjórnaði umræðum. Sér-
staklega þakkaði hann aðkomumönn-
unum Ólafi Gunnarssyni, Vilhjálmi
Einarssyni og Maríu Jónsdóttur, flug-
freyju komu þeirra hingað. Þessir tóku
til máls: Ólafur Gunnarsson, Vil-
hjálmur Einarsson og Björn Stefáns-
son, skólastjóri, fluttu stutt ávörp, og
Jón Rögnvaldsson, garðyrkjuráðu-
nautur, minnti á hve erfitt væri að fá
vinnu handa unglingspiltum hér í
bænum á sumrin.
Auk bæjarbúa sóttu starfsfræðslu-
daginn 43 unglingar úr Ólafsfirði
undir stjórn Björns Stefánsonar, skóla-
stjóra.
Lauk þar með starfsfræðsludegin-
um, sem hafði verið í alla staði ánægju-
legur og verksvið hans fjölbreyttara en
áður.
Jóhannes páfi 23., sem sagður er talsverð-
ur húmoristi, sagði eitt sinn að það væri hægt
að leggja heilsu sína í rústir á þrennan hátt:
með víni, konum eða landbúnaðarstörfum.
„Faðir minn valdi það, sem var sízt æsandi
af þessu þrennu, en hann var bóndi.“