Heimili og skóli - 01.04.1962, Page 17

Heimili og skóli - 01.04.1962, Page 17
HEIMILI OG SKÓLI 45 svo að hann fari að gráta. Óli er svo góður, að hann ætlar ekki að gera þetta aftur.“ „Nei,“ segir Óli með sannfær- ingu, en mamma brosir, því að henni er ljóst, að þrátt fyrir einlægan vilja Óla, getur sagan endurtekið sig, áður en þessi dagur er á enda. En hvað hefði gerzt, ef mamma hefði ekki áttað sig, en látið skamxn- irnar dynja á Óla með viðeigandi á- herzlum og raddblæ? Þá hefðu tveir drengir grátið í stað eins. Óli hefði staðið eftir hálfhræddur við mömmu, en þó meira reiður, og engin samúð vaknað hjá lronum með litla bróður. Og, ef slíkt endurtæki sig oft, gæti það leitt til þess, að hann neytti hvers fær- is til þess að þjarma að bróður sínum, því að honurn mundi ef til vill finnast, að það væri honum að kenna, að mamma yrði vond. Þar sem ekki er ætlunin að rita langt mál, verður þetta eina dæmi að nægja sem samnefnari þeirra mörgu vandamála, er svo oft koma fyrir af líku tagi, og bæði foreldrar og kenn- arar þurfa að taka afstöðu til. Því verður ekki haldið fram hér, að aldrei skuli ávíta börn eða beita við þau hörðum orðurn. „Svo margt er sinnið sem skinnið", og viðhorfin eru einnig margvísleg. En varlega skyldi farið og láta ekki ávítur vera daglegt brauð. Þá missa þær líka marks. í fyrri daga gengu menn berfættir á grjóti. Þeir fengu sigg í iljar. „Hart á móti hörðu“ virðist vera lögmál í heimi hér. Sérhver árás setur þann í vain- arstöðu, sem fyrir henni verður. Það er vandi að beita ávítum þannig, að þær séu ekki skoðaðar sem árás. Og þær eru það líka, séu þær fram bornar hörðum orðixm með reiðitón og við- eigandi augnaráði, enda heita þær þá undantekningarlaust skammir á máli barna. „Gætið að, hvað þér heyrið,“ stend- ur einhvers staðar. Ættum við ekki öll að gæta að, hvað við heyrum af eigin munni? Það hygg ég öllum hollt. Mundi það ekki dálítið óþægilegt, ef einhver meinlegur náungi tæki verstu ónotin, sem við látum stundum fjúka við börn, upp á segulband, og við fengjum svo að heyra þau síðar í góðu tómi? En erum við ekki í öllu uppeld- isstarfi, bæði heima og í skóla, að tala inn á eins könar segulbönd? Sálir barna eru viðkvæmar, og þar sitja eft- ir áhrif maigs þess, sem til þeirxa er beint í orðum. Nú finnst ef til vill einhverjum sem hér komi fram óbeinar kröfur um það, sem fáir muni geta uppfyllt. Og þeir munu hafa á reiðum höndum ótal af- sakanir fyrir mistökum í þessum efn- um. Auðvitað er það á fárra manna færi að temja svo skap sitt, að það hlýði viljanum og skynseminni fullkomlega. Það er a. m. k. ekki hægt að gera ráð fyrir slíkri geðstjórn almennt hjá for- eldrunr, sem eiga sína eigin bernsku rétt að baki. Einnig má finna afsökun í erfiðum heimilishag. Oft er móðirin svo önnum kafin, að hún liefur ekki txma til að sinna börnum sínum eins og hún vildi. Hún er síþreytt, ef til vill svefnlítil eða lasin. Faðii'inn kem- ur heim eftir langan vinnudag þreytt- ur og hlaðinn áhyggjum. í skólunum verður kennurum oft á í þessum efn-

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.