Heimili og skóli - 01.04.1962, Side 19

Heimili og skóli - 01.04.1962, Side 19
HEIMILI OG SKÓLI 47 PAMELA HENNELL: Eg var samt bænneyré Ung ekkja bjóst við krajtaverki, en veitti því ekki athygli, að bænheyrslan kom eftir öðrum leiðum. Það er ekki sjaldgæft, að við lieyr- um örvæntingarfullt og sært fólk segja eitthvað á þessa leið: „Ég reyndi að biðja, en fékk ekkert svar“, og ég hef sjálf oft og mörgum sinnum sagt þessi sömu orð eftir að sorgin hafði gert líf mitt gleðisnautt, tómlegt og tilgangs- laust. Loksins gaf ég upp alla von um nokkra hjálp eftir vegum bænarinn- ar. En svo bar það við dag nokkurn, að fyrir mig kom merkilegt atvik, sem skyndilega varpaði ljósi inn í mína dimmu sál. Á meðan ég lifði í hamingjusömu hjónabandi, var líf mitt allt annarík- ur sólskinsdagur. Þar var hvergi rúm fyrir bænir eða kirkjugöngur. í þau tíu ár, sem ég og maðurinn minn fengum að vera saman, var ástin okkur nægileg, barmafull af gleði og lilátri. Aðeins eitt skyggði á gleði okk- ar. Við áttum engin börn. En þegar maðurinn minn veiktist skyndilega af lungnakrabba, hrundi okkar litli og fagri heimur í rúst í kringum mig. í örvæntingu minni reyndi ég að snúa hjóli tímans til baka. Ég bað guð um að gefa Tómasi líf, en allar bænir mín- ar virtust til einkis. Mánuðirnir liðu, langir, hræðilegir mánuðir — og Tó- mas dó. Nú bað ég ekki lengur fyrir honum, lieldur sjálfri mér. — Hjálpaðu mér! Hjálpaðu mér til

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.