Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 21

Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 21
HEIMILI OG SKÓLI 49 mig. Þetta var ungur maður með ljóst hár. — „Hún dó“, sagði hann með hásri rödd. „Konan mín dó“. Ég settist við hlið hans. Hann beið ekki eftir svari frá mér, en fór að tala við mig í hálfum hljóðum, eins og ég væri gamall vinur hans. Fyrir nokkrum árum hafði hann, ásamt konu sinni, komið til Lundúna frá Astralíu. Hann var skrifstofumað- ur á mjög lágum launum, og þegar barnið fæddist var íbúðin þeirra allt- of lítil, en það gerði nú minnst til. Ást þeirra sigraðist á öllum erfiðleikum, og gerði allt þeirra líf að Ijómandi æv- intýri — þangað til fyrir tveimur mán- uðum. Þá dó konan hans skyndilega. Hann sagði frá hinum endalausu dög- um og svefnlausu nóttum, sem hann hafði lifað síðan. „Ég veit ekki hvernig ég á að geta haldið áfram að lifa“, hvíslaði hann í örvæntingu. „Ég hef beðið um hugrekki og styrk, en með hverjum degi sem líður, verður þetta alltaf óbærilegra. Allir hafa verið mér ákaflega góðir og hjálpfúsir. . . .“ Hann hætti að hvísla og á meðan ég reyndi árangurslaust að finna ein- hver huggunarorð, tók hann til máls aftur í allt öðrum tón, og nú komu orð hans eins og skyndileg opinberun. „En allt það fólk, sem hefur verið svona gott við mig, ungu hjónin, sem tóku að sér barnið mitt, nágrannarn- ir, sem buðu mér hvað eftir annað til kvöldverðar eða miðdegisverðar, fé- lagar mínir á skrifstofunni, það er með aðstoð alls þessa góða fólks, sem guð hefur bænheyrt mig, en ég veitti því bara ekki athygli. Eg hlustaði ekki d bœnheyrsluna. Það var eins og þessi orð opnuðu einhverjar dyr innra með sjálfri mér. Ég hafði einnig beðið um hjálp. En hafði ég ekki vonazt eftir svari, sem kraftaverk þurfti til? Svari, sem gat leyst mig frá öllum sársauka og sökn- uði? Þegar hið ómögulega gerðist ekki, þótti mér sem ég væri svikin og sló því föstu, að guð vildi ekki hlusta á bænir mínar. En hafði hann þrátt fyrir allt, ekki verið að svara mér dag eftir dag og viku eftir viku? Á meðan ég sat þarna í litlu kirkj- unni við hliðina á ókunnum manni, runnu hinir síðustu löngu mánuðir í gegn um hug minn. Læknirinn minn hafði ráðlagt mér að hverfa um stund niður að ströndinni og taka mér hvíld og safna kröftum. Þegar gestirnir á litla hótelinu komust á snoðir um, að ég hafði nýlega misst manninn minn, höfðu þeir slegið um mig vinahring og reyndu að sjá um að ég væri helzt aldrei ein. Þeir tóku mig með, þegar þeir fóru á baðströndina, og þegar þeir fóru í hjólreiðarferðir eða göngu- ferðir. Aldrei hafði mér dottið í hug, að þessi vinsemd þeirra og umhyggja væri svar við bæn minni: Hjálpaðu mér til að afbera einveru rnína og ör- væntingu! — Ég liafði ekki unnið úti síðan ég gifti mig, og vinir mínir höfðu sagt mér, að það myndi geta valdið erfið- leikum fyrir mig að fá hentuga stöðu vegna reynsluleysis míns. En þegar ég þarfnaðist þess mest að fá eitthvert starf, hitti ég konu, sem benti mér á létta stöðu við vikublað eitt, sem hafði verið auglýst. Ég sótti um stöðuna og

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.