Heimili og skóli - 01.04.1962, Page 23

Heimili og skóli - 01.04.1962, Page 23
HEIMILI OG SKÓLI 51 Sextugur: ur Björnsson kennari, Akranesi Hinn 24. marz sl. varð Guðmundur Björnsson kennari sextugur. Hann er fæddur í Núpdalstungu í Miðfirði. Foreldrar hans voru hjónin Ásgerður Bjarnadóttir bónda í Núpsdalstungu, Bjarnasonar, og Björn Jónsson, bónda í Núpsdalstungu, Teitssonar, sem bjuggu þar á óðálsjörð sinni um lang- an aldur. Guðmundur stundaði nám á alþýðu- skólanum á Hvammstanga 1918—19 og í Flensborgarskóla 1920—21. Kennara- prófi lauk hann frá Kennaraskóla ís- lands vorið 1934 eftir eins vetrar nám þar. Sama ár fékk hann kennarastöðu við barnaskólann á Akranesi og hefur gegnt því starfi síðan. Einnig hefur hann kennt mikið við iðnskólann á Akranesi. Áður en Guðmundur lauk kennaraprófi var hann kennari í Torfustaðahreppum í Vestur-Húna- vatnssýslu. Hann var eftirlitskennari í Vestur-Húnavatnssýslu 1932—33. — Á þessum árum starfaði hann mikið í ungmennafélagshreyfingunni. Hann var t. d. lengi í stjórn Umf. Framtíðar- innar í Fr.-Torfustaðahreppi. Árið 1918—19 fór Guðmundur í námsferð um Noreg og Danmörku. Oftar hefur liann farið til Norður- landa að kynna sér skólamál. Á Akranesi hefur Guðnrundur gegnt margháttuðum félagsstörfum. Hann helur lengi verið í yfirskatta- Guðmundur Björnsson. nefnd. Hann á sæti í stjórn Sparisjóðs Akraness, Barnaverndarfélags Akra- ness og Norræna félagsins. Hann er á- hugamaður um norræna samvinnu og hefur lagt henni mikið lið. Guðmundur er drengur góður, vin- fastur og traustur. Hann er virðulegur, hlýr í viðmóti og hress í anda, alvöru- maður án bölsýni. Öll sín störf leysir

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.