Heimili og skóli - 01.08.1965, Side 5
Heimili
og
skóli
timarit um
UPPELDISMÁL
o
ÚTGEFANDI : KENNARAFÉLAG EYJAFJARÐ A R
Ritið kemur út í 6 heftum á óri, minnst 24 siður hvert hefti,
og kostar órgangurinn kr. 70.00, er greiðist fyrir I. júní. —
Utgófustjórn:
Indriði Úlfsson, kennari.
Edda Eiriksdóttir, kennari.
Helgi Þorsteinsson, skólastjóri.
Afgreiðsiu- og innheimtumaður:
Guðvin Gunnlaugsson, kennari,
Voncbyggð 9, Akureyri.
Ritstjóri:
Hannes J. Magnússon, skólastjóri.
Pósthólf 183. Akureyri. Simi 11174.
PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H F.
SUMARIÐ og BÖRNIN
Enn er það svo, að þrátt 'fyrir alla tækni og vélamennsku, hlakka flest
eða öll börn til vorsins og sumarsins. Sú tilhlökkun er þó nokkuð annars
eðlis en tilhlökkun barna fyrir nokkrum áratugum. Þá var lífsbaráttan
svo hörð, að það fór ekki fram hjá nokkru barni og mótaði þau að veru-
legu leyti. Vorið var því lausnartími undan áþján myrkurs, kulda og ör-
yggisleysis. Þessi innilegi fögnuður barnanna yfir komu vorsins, var því
ósvikinn. Það var hrein og ómenguð gleði. Þá var gaman að vera barn og
finna fögnuðinn streyma um sál sína við fyrsta lóukvakið, fyrsta fífilinn
í varpanum og fyrstu lömbin, sem fæddust.
Sumardagurinn fyrsti var þá allur annar en hann er nú. Það var sannar-
leg fagnaðarhátíð, ekki sízt ef fyrstu vormerki voru komin, og jafnvel þótt
enn væri vetur, kom hann þó með vonina um betri tíma. Nú, þegar flest
landsins börn lifa við rafljós og upphituð hús og þjást auk þess ekki af
ótta við harðindi, heyleysi og jafnvel matarskort, er sumardagurinn fyrsti
nú ekki lengur nein fagnaðarhátíð. Hann er eins og notalegur sunnudagur,
sem að vísu minnir á, að vorið er að koma, en varla meira.
Þetta er að sumu leyti eðlilegt og kemur af breyttum tímum, meiri þæg-
indum og meira öryggi. Skyldi nokkurt barna nú á dögum biðja til guðs um
HEIMILI OG SKÓLI 49