Heimili og skóli - 01.08.1965, Side 8
börnin upp í sveit nálega hálft árið, en slíkt er bara ekki fyrir hendi og
því tómt mál að tala um slíkt. Sá góði tími er liðinn hjá og kemur aldrei aft-
ur, og veruleikinn er: Iðjulaus og eftirlitslaus börn á götum bæjanna.
Líklega verður sumarleyfi barna í nánustu framtíð 3 mánuðir og væri
dásamlegt að geta dvalið þann tíma í sveit, en þegar það er ekki hægt, verð-
ur að leita annarra ráða, t. d. koma upp sumarbúðum fyrir þessi börn. Það
er verkefni, sem bíður okkar á næstu tímum og er þegar orðið aðkallandi.
Vafalaust má nota sveitaskólana í þeim tilgangi, lítillega er þó hafin byrj-
un á sumarbúðum, sem hafa sitt eigið húsnæði.
Þegar frá er tekin öll sveitarómantík, leitast foreldrar við að koma börn-
um sínum í sveit í tvennum tilgangi: Fyrst og fremst til að koma þeim í
hollt umhverfi við holl viðfangsefni, og í öðru lagi til að fá þeim vinnu,
sem geti eitthvað drýgt tekjur heimilisins. Dvöl í sveit færir þó ekki miklar
tekjur í aðra hönd, og þó eitthvert lítilræði. Kannski þau hreppi lamb í
sumarkaup, og það er ekki það lakasta.
í þeim löndum, sem hafa ekki nema sex vikna sumarleyfi, er lögð fram
geysilega mikil vinna við að koma börnunum á gras þennan stutta tíma, og
koma sveitaskólarnir þar að góðum notum. Annars geta sumarbúðir, þar
sem saman eru mörg börn, aldrei komið í staðinn fyrir dvöl á sveitaheimili,
en er þó allgóð lausn á vandanum.
Já, sveitalífið er dásamlegur skóli fyrir þéttbýlisbörn og þá ekki síður
fyrir börnin, sem alast upp í sveitunum. En heilbrigðir þurfa ekki læknis
við, stendur þar.
Á meðan ég var bekkjakennari og hafði undir höndum 50—60 börn í
tveimur deildum, þóttist ég geta þekkt þau börn úr, sem dvalizt höfðu í
sveit yfir sumarið. Það var yfir þeim meiri ró og jafnvægi, það var meiri
menningarblær yfir málfari þeirra en hinna, sem heima höfðu verið. Mál-
farið auðugra og orðaforðinn meiri og oft brá fyrir setningum og orðtök-
um, sem þau höfðu tekið beint upp frá fullorðna fólkinu. Það kom líka
fram í ritgerðum þeirra, að þau höfðu lært að hugsa öðruvísi.
Þau höfðu lært að líta á sig sem einn af heild heimilisins, sem tók þátt
í höppum þess og óhöppum. í ritgerðum þeirra úr sveitinni komu oft þess-
ar og álíka setningar: — Við heyjuðum vel. — Við fengum góða kartöflu-
uppskeru. — Við vorum búin að ná öllum heyjum inn. — Við vorum búin
að taka upp úr görðunum o. s. frv. Þau lærðu þarna að vera samábyrg hinu
heimilisfólkinu. Svona heyrir maður ekki til kaupstaðabarna um vinnu sína
52 HEIMILI OG SKOLI