Heimili og skóli - 01.08.1965, Qupperneq 9
þar, sem ekki hafa komið í sveit. Gatan býður ekki upp á slíkar þroskaleið-
ir. Þó að hægt yrði nú að koma upp sumarbúðum í sveit, t. d. í einhverjum
skólum, geta þær aldrei komið í staðinn fyrir góð sveitaheimili, og þá sam-
stæðu félagslegu heild, sem mynda einstök heimili. Þær gætu þó verið góð-
ar uppeldisstofnanir undir góðri stjórn, ekki sízt ef þar mætti rækja skóla-
garða.
I sambandi við sveitadvöl barna er vert að minnast á eitt, og það er hætt-
an á, að börnin séu látin vinna of mikið og of erfiða vinnu. Þegar fáar
hendur eiga að vinna mörg og erfið verk, getur verið hætta á, að vinnuþreki
barna sé ofboðið og það á þó engu síður við um störf barna í kaupstöðum
og þó einkum kauptúnum, þar sem mikið er að gera við síld eða fisk, og mik-
il eftirspurn er eftir vinnuafli. Eg er hræddur um, að þar sé börnum stund-
um ofboðið með vinnu, einkum of löngum vinnutíma. Þegar það kemur svo
til, að börnin moka upp peningum, er oft hætt við að kappinu fylgi lítil
forsjá um heilsu barnanna.
Þegar farið er að minnast á kaup og peninga, er vert að dvelja við eitt
atriði, en það er ráðstöfun peninganna. Þar er foreldrum barnanna mikill
vandi á höndum. Kaup barna, sem eru í sveit að sumrinu, valda þarna eng-
um erfiðleikum, það er oftast svo lítið, að það er lítið meira en vasapen-
ingar, en foreldrar þurfa þó að hafa þar hönd í bagga. Ef barnið kaupir sér
ekki einhverjar nauðsynjar fyrir þá, er gott að geyma eitthvað af þeim til
vetrarins og grípa þá til þeirra, sem vasapeninga.
En börn, sem fá vinnu heima fyrir, einkum í sjávarplássum, bera oft úr
býtum tugi þúsunda, sem vandi er að fara skynsamlega með.
Stundum rennur fé þetta til heimilsþarfa og er ekkert við það að athuga.
Foreldrar ættu þó að ráðgast um þessa aðferð við börn sín, og helzt ekki
taka það allt úr hendi þeirra. Annars verð ég að segja það, að hin miklu
peningaráð íslenzkra barna og unglinga er eitthvert hættulegasta og alvar-
legasta fyrirbrigði, sem nú setur svip sinn á íslenzkt þjóðlíf. Þarna ber þó
mest á unglingum, sem farnir eru að vinna fyrir háu kaupi. Ég veit ekki,
hversu náið samband er milli þessara unglinga og foreldra þeirra, en hrædd-
ur er ég um, að það sé farið að verða æði losaralegt, en helzt eru það þó for-
eldrarnir, sem þarna geta haft einhver áhrif á meðferð þessa mikla fjár.
Ef trúnaður er á milli unglinganna og foreldra þeirra, ætti að mega koma
þarna að skynsamlegum ráðum: Foreldrar þurfa að ræða við unglingana
og koma fram með vinsamlegar og skynsamlegar tillögur, semja eins konar
HEIMILi OG SKÓLI 53