Heimili og skóli - 01.08.1965, Síða 12
Það er erfitt að tala um eina algilda
reglu í uppeldi barna, því að börnin eru
svo ólík, þótt systkini séu.
Frægur uppeldisfræðingur lét svo um
mælt, að gott uppeldi felist í því, að gera
börnin óeigingjörn og kenna þeim að sýna
áhuga fyrir öðrum. Þetta er sama hug-
mynd, sögð með öðrum orðum. Það er
að segja, hin gullvæga regla: Allt, sem þér
viljið, að aðrir menn gjöri ykkur, það
skuluð þér og þeim gjöra. -—-
Oft hefur ver.ið ritað og rætt um hina
svonefndu múgmennsku og það er vitað,
að auglýsingar og áróður alls konar hafa
geysileg áhrif á allan fjöldann, og svo virð-
ist oft sem sjálfstæð skoðun sé svæfð með
þessum ósköpum. Þetta er áberandi hjá
foreldrum, sem í sjálfu sér eru á móti
einhverju, sem barn þeirra fer fram á. Þau
vita, að það er barninu ekki hollt, en þora
ekki eða nenna ekki að vera á móti því.
— Hinir krakkarnir fá þetta og því ekki
þeirra barn líka? Hér er um að ræða ótta
við að vera öðruvísi en aðrir. Helzt þurfa
þau að vera eins klædd, kaupa eins föt,
vera eins og hin börnin. Sannarlega þurfa
foreldrar að vera hér á verði, og þó eink-
um og sér í lagi varðandi félagslífið, eða
öllu heldur hinar svokölluðu skemmtanir,
fáir eiga að vera dómbærari á þá hluti en
foreldrarnir. Skynsamlegar og rólegar við-
ræður við börnin um þessa hluti eru góð-
ar, hvað þeim er fyrir beztu, færa rök fyrir
máli sínu, er bezta lausnin, því að börnin
sætta sig við þau málalok, enda oft raun-
sæ.
Oft hefur það komið upp í hugann,
varðandi ýmis slík ágreiningsefni, tökum
t. d. útivist barna á kvöldin, að foreldrar
í götunni eða hverfinu ættu að bindast
samtökum um að leyfa það ekki. Foreldrar
barna í sama skólabekk gætu líka bund-
ist samtökum um ýmsa hollustuhætti og
hvað eigi skyldi leyft. Þá styrktu þeir hver
annan í sínum góðu áformum, en létu ekki
berast með straumnum, en allir foreldrar
vilja börnum sínum hið bezta. Eilíf boð
og bönn eru sjaldan til góðs, en þó eru
umferðareglur eins lífsnauðsynlegar á göt-
um úti og á sjálfri braut þjóðarinnar, lífs-
leiðinni, þar gilda einnig umferðareglur
jafnnauðsynlegar einstaklingnum sem þjóð-
félaginu.
Uppeldi og menntun æskunnar stuðlar
að og kennir þessar reglur og hætti, svo að
hún verði sjálfri sér nóg, beri virðingu fyr-
ir sjálfri sér, eflist að vizku og þroska,
setji sér eitthvert takmark, velji sér það
starf, sem hugurinn stendur til, en saman-
lagt veitir þetta hamingju.
í endurminningum manna kemur einatt
fram, hve drjúgt veganesti það reyndist,
sem heimilin veittu á margvíslegan hátt.
Móðirin, sem leyfði börnum sínum að vera
með í jólabakstrinum, þótt það í raun og
veru tefði hana, dró ekki úr kjarki þeirra
né vilja með þessu sífellda: þetta getur þú
ekki, þú ert fyrir mér. — Líklega hefur
hún lagt undirstöðu að þeirri vissu, að vilja
er að geta. Eða hin, sem leyfði 12-13 ára
dóttur sinni, að taka kápu og reyna að
sauma upp úr henni. Þetta var hreinn ó-
þarfi, en telpan handlagin og vildi alltaf
vera að föndra eitthvað, og traustið, sem
móðirin sýndi telpunni með þessu, gerði
telpuna áræðnar.i, hún varð að brjóta heil-
ann um hvernig þetta færi bezt og lagði
málið vel niður fyrir sér. Móðirin dró
ekki kjarkinn úr henni.
I sumar bar gest að garði hjá vinafólki,
drengirnir voru heima, en foreldrarnir
höfðu far.ið í heimsókn til kunningjanna.
Þetta var að kvöldi og gesturinn lúinn eft-
ir langan akstur. Hann hafði ekki gert boð
56 HEIMILI OG SKÓLI