Heimili og skóli - 01.08.1965, Síða 13

Heimili og skóli - 01.08.1965, Síða 13
á undan sér, en ætlaði að biðja um gist- ingu. Drengirnir voru nú ekki í vandræð- um. Þeir fullvissuðu gestinn um, að hann væri velkominn og g.istingu gæti hann fengið. Mætti ekki bjóða honum eitthvað að borða? Hann vildi kannski fá sér bað? Hann gæti farið að sofa, þegar hann vildi. Reyndar var ekki orðið neitt framorðið og foreldrarnir ætluðu að koma snemma heim. Drengirnir buðust til að búa um hann. Nú reyndist kyndingin og baðvatnið í einhverju ólagi, en þeir fundu þá bara upp á því að sjóða vatn í hraðsuðukatli og blanda í baðvatnið. Handklæði voru lögð fram, reyndar hafði mamma þeirra verið að ganga frá þvotti og handklæði voru eftir. Þeir sléttuðu svo handklæðin handa gestinum, og úr því þeir voru byrj- aðir, gátu þeir lokið við að slétta öll hand- klæðin, mamma þyrfti þá ekki að gera það. Þessir drengir voru lánssamir að hafa hlotið það uppeldi, að þeir vissu, hvað þeir áttu að gera og gerðu það. Þeir sýndu kurteisi, hugulsemi og kjark, þeir yfir- unnu erfiðleikana. — Þeir hugsuðu sjálf- stætt. Kennarar minnast oft á það, hve sum börn séu illa talandi, þegar þau koma í skólann, og hve orðfá og hugmyndasnauð þau eru. Blessuð börnin, ef til vill er töluð við þau tæpitunga, ef til vill lítið sem ekkert rætt við þau. Kannski eru þau sett út í leik á morgnana, og þá er gatan oft leikvöllurinn. Ekki lærast mörg orð þar, nema þau er sízt skyldi. Leikfélagarnir eru aðallega litlir angar og jafnilla á vegi staddir. Þetta hlýtur að stafa af hugsun- arleysi foreldranna, ekki læra börnin að tala það, sem þau ekki heyra, og virðast margir halda, að það sé meðfætt að læra að tala, komi af sjálfu sér, þótt ekki sé talað við barnið. Hliðstætt er að vera fæddur í kristnu þjóðfélagi, en það er ekki nóg. Barnið verður að læra, hvað er kristin trú, hvað er að vera kristinn. Þetta mikilvæga atriði vill sömuleiðis gleymast of oft. Þetta þarf að kenna börnunum. Þótt tuttugasta öldin sé oft kölluð öld barnsins, hafa húsateiknarar oft gleymt að gera ráð fyrir börnum i íbúðinni, sem þeir teikna. I fljótu bragði virðist mest vera reiknað með gestakomum. Stofan eða stofurnar hafðar afarstórar, en barnaher- bergi fyrirfinnst ekki. Ekkert afdrep til heimanáms né næðisstunda fyrir barnið, sem oft á tíðum nýtur þess að vera eitt og dunda við ýmislegt. Ungur menntamaður segir svo frá, að á heimili því, sem hann dvaldi á í nokkra mánuði, hafi hann dáðst að því, hve börn- in voru háttprúð, kát og hress. Þau voru alls ekkert þvinguð og námið gekk vel. Þó risu upp deilur, því að sitt sýndist hverj- um eins og gengur, en málin voru þá rædd og allt jafnaði sig. Hann sagðist hafa spurt móðurina, hvernig hún hefði náð þessum árangri með börnin, sjálfur ætlaði hann að fara að kvænast og stofna heim- ili. Vildi hann gjarnan fá uppskriftina á barnauppeldi hennar. Þar eð hann spurði í einlægni, fékk hann greinargott svar, sem var í stuttu máli þetta: Frá því að barnið fæðist, þarf að gefa sér góðan tíma við að gera því til góða, sinna því strax ef það grætur. Ungbarn grætur aðeins af vanlíðan. Hampa því aldrei né hossa að óþörfu, en sýna því ástúð og nærgætni, þegar hlúð er að því. Tala aldrei til þess í höstum eða háværum tón, en tala blíðlega og rólega við það. Tala sem minnsta tæpitungu við það og alls ekki eftir að það er byrjað að tala. Láta það hafa sinn eiginn gullakassa, kenna því að HEIMILI OG SKÓLI 57

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.