Heimili og skóli - 01.08.1965, Síða 14

Heimili og skóli - 01.08.1965, Síða 14
leika sér. Kenna því aS tína gullin sín eam- an. Ef það handleikur hluti, sem það má ekki fá, þá að fá því annaö í hendur eða leiða athygli þess að öðru. Hafa sand- kassa úti fyrir húsinu. Og skilyrðislaust, hafa það aldrei úti á götu á smábarnaldr- inum, enda óþarfi. Leikfélagar myndu líka hafa gaman af að leika sér í sandkassan- um. Þá ber að venja það á að hugsa sjálf- stætt, að hugsa um hlutina sjálft, hafa fyrir þeim eftir getu. Leyfa barninu að taka þátt í daglegum störfum, þótt til tafar sé. Eftir að skólaganga er hafin, láta það hafa nægan svefn. Áríðandi, að þau hafi sín eigin herbergi. Vera alltaf reiðubúin til hjálpar, ef með þarf. Tala vel um skólann og kennarana. Kenna því að hugsa, nota heilann. Standa alltaf við það, sem sagt var og skrökva aldrei að barninu. Kenna því að þykja vænt um blóm og allan gróður, þegar á unga aldri, benda því á fegurð himinsins, alla þá fögru Iiti, jafnt að sumri sem vetri. Margt fleira var í uppskriftinni, en síð- ast en ekki sízt að kenna barninu að biðja til guðs. Unga manninum fannst, að þetta hlyti að vera tímafrekt, en það kvað móðirin ekki vera, þolinmæöi þyrfti þó að vera fyrir hendi og þetta væri í raun og veru tímasparnaður, ef betur væri að gáð. Það er talað um, að uppeldi barna færist nú æ meir yfir á hendur skólanna og kenn- aranna og það er staðreynd. Þó koma börn- in aldrei í skóla fyrr en sjö ára gömul, en kennarar segjast finna frá hvers konar heimilum barnið kemur, ekki hvað ytri búnað varðar, heldur hvað uppeldi við kemur. Eoreldrar vanrækja skyldur sínar við börnin ef þeir gefa sér ekki tíma til að ala þau upp. Fæði, klæði og húsnæði er ekki nóg. Nú á tímum, þegar mannsævin leng- ist stöðugt, ætti það ekki að vera mikil fórn af foreldra hálfu að gefa börnum sín- um meiri tíma en „coctail“- og spilaboð- um og allskyns skemmtunum, þetta eru svo tiltölulega fá ár, sem börnin eru heima í foreldrahúsum. ÁSur en varir eru þau fleyg og bjarga sér sjálf. Þeir foreldrar fara á mis við mikla hamingju, sem gefa sér ekki tíma til að sinna barni sínu, tala við það, vera félagi þess, en það er nú svo undarlegt, að vanalega hefur fólk tíma til þess, sem það vill og hefur áhuga fyrir. Skólanum er meiri vandi á höndum, tími er þar svo takmarkaður og skylt að fara yfir tiltekið námsefni. Því veröur lítill tími fyrir uppeldislegu hliðina, þó að kennarar séu allir af vilja gerðir. Það er annars undarlegt, að á sama tíma, sem hlutverk skólanna eykst, fást færri kennarar. Þjóð- félagiö virðist ekki enn hafa komið auga á eða v.iðurkennt, hve kennarastarfið er mikilvægt, eitt hið allra mikilvægasta í þjóðfélaginu. Segir það sig sjálft og þarfn- ast engrar skýringar, ef fólk vill hugsa málið. Nú er kjörojrð dagsins: Meiri menntun — meiri sérmenntun — meira verklegt nám — fleiri skóla, — en kenn- arastarfið er ekki metið að verðleikum. Kennaramenntað fólk fer í aðrar stöður. Hvers vegna? Aðallega vegna þess að kjör kennara eru ekki nógu góð boriö saman við önnur störf, en þó meir lýjandi en flest önnur störf. Það er einnig hætta á, að unga fólkið með hæstu prófin fari ekki í kennararskólana. Kjör kennara hafa þó batnað fyrir tiltölulega stuttum tíma, en þrátt fyrir það hefur kennaraskortur aldrei verið meiri en nú. Samvinna heimila og skóla hefur hrað- aukist á síðustu tímum og er það vel. 58 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.