Heimili og skóli - 01.08.1965, Síða 16

Heimili og skóli - 01.08.1965, Síða 16
anir, svo sem dagheimili, leikskóla, sem tækju uppeldis- og menntunarhlutverk heimila að sér, þegar móðirin þarf að stunda vinnu utan heimilis síns. Það er svo ótal margt, sem ekki gefst tími til að ræða um, en er þó mikilvægt í uppeldinu. Nú giftist unga fólkið sífellt yngra og yngra og börn fara að eiga börn, eins og einhver sagði. A þessum miklu fræðslutím- um er nálega ekkert gert að því að kenna ungum foreldrum að ala upp börn til lík- ama og sálar. Eru nokkrar handhægar kennslubækur til leiðbeiningar? Eru þær kenndar? Það er haft eftir formanni danskra lestr- arkennara nýlega á fundi félagsins, að ef borin væri saman þekking eða kunnátta á grísauppeldi og það, sem vitað er um uppeldi og kennslu barna, þá bæri þekk- ingin á grísauppeldi sigur af hólmi. Ætli það sé ekki svipað hér á íslandi? Handhæg fræð.irit um fóðrun búpenings og meðhöndlun, svo að hann gefi sem mestan arð, þykir alveg sjálfsögð. Hér, með vorri þjóð, borið saman við stórþjóðirnar, virðist margt hljóta að vera auðveldara að lagfæra, t. d. hvað uppeldi og menntun varðar. Hér verður auðveldara að fylgjast með hverjum og einum og gott að fá yfirlit yfir ástandið. Það er hastarlegt, að af vanþekkingu, leti eða af félagslegum ástæðum, skuli mörg börn Ienda á villigötum, og fá ekki að njóta þeirra hæfileika, sem þau eru gædd. Þeim finnst sjálfum þau vera misheppnuð og ráði ekki við verkefnið, og það í þjóð- félagi, sem á svo margt eftir óunnið, en er svo mannfátt. — Skulu nú dregin saman nokkur þau atriði, sem hér hafa verið rædd: Ef vel á að vera, þurfa barnafjölskyldur að búa í því húsnæði, þar sem smábarnið, skóla- barnið, hefur sitt eigið afdrep. Stærð her- bergisins skiptir ekki máli. Hér kemur til kasta húsateiknaranna og reyndar bæjar- félagsins, er láta byggja íbúðarhúsnæði. Foreldrar gefi sér tíma til að sinna barni sínu, ger.i sér ljóst, að það er sjálf- stæð persóna með sína eigin skapgerð. Að menntun þess og menning byrjar í heimahúsum og nauðsynleg er ástúð og umhyggja, agi og mikil þolinmæði við uppeldi þess. Að persónuleiki barnsins mótast þegar á barnsaldri. Það þarf að venja barnið á að hugsa, brjóta heilann, tölum v.ið það, segjum því sögur og nennum að hlusta á það, lærum að þekkja barnið. Segjum því aldrei ósatt. Svíkjum aldrei það loforð, sem við höfum gefið barn- inu. Munum eftir því, hve árin eru tiltölulega fljót að líða, árin, sem börnin eru ung og þurfa foreldra sinna mest við, en manns- ævin lengist meir og meir. Leyfum þeim að vera börn svo lengi, sem hægt er. Kennum þeim að bera virðingu fyrir því góða og fagra, fyrir sjálfum sér, fyrir lífinu, virðingu fyrir guði. EITT af því allra óþægilegasta, er komið getur fyrir ræffumann, sem er að flytja ræffu, er það aff hafa fyrir framan sig fólk, sem auðsjáanlega er að bíða eftir því einu að hann ljúki máli sínu. Þekktur fyrirlesari var eitt sinn spurður að því, hvort honum hætti ekki við aff fipast í ræðunni, þegar áheyrendur væru alltaf að líta á klukkuna. „Nei,“ svaraði hann, „ekki fyrr en þeir fara að hrista úrin.“ 60 HEIMILI 0G SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.