Heimili og skóli - 01.08.1965, Síða 17
FIMMTUGUR:
Þann 21. júlí sl. varð Björgvin Jörgens-
son, kennari við Barnaskóla Akureyrar,
fimmtugur. Hann er fæddur að Merkigerði
á Akranesi 21. júlí árið 1915. Foreldrar
hans voru hjónin Jörgen Hanson, vélstjóri,
og Sigurbjörg Halldórsdóttir. Hann var í
unglingaskóla á Akranesi veturna 1928—
1930, iðnskóla Hafnarfjarðar veturinn
1930—1931, jafnframt námi í rafvirkjun.
Kennaraprófi frá Kennaraskólanum lauk
hann 1936. Þá nam hann fiðluleik í Tón-
listarskóla Akureyrar 1947—1949. Hann
var stundakennari við Miðbæjarbarnaskól-
ann í Reykjavík veturna 1936—1938. Þá
stundaði hann nám við söngkennaradeild
Kennaraskólans veturna 1937—1938. Kenn-
ari við Barnaskóla Borgarness og stunda-
kennari við unglingaskólann þar var hann
veturna 1938—1946. Þá varð hann kenn-
ari við Barnaskóla Akureyrar 1946 og
hefur verið það síðan.
í Borgarnesi hafði hann sunnudagaskóla
á vegum K.F.U.M. og annað kristilegt starf
meðal drengja. Á meðan hann var i Borg-
arnesi stofnaði hann Barnakór Borgarness,
sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Þeg-
ar til Akureyrar kom, stofnaði hann Barna-
kór Akureyrar og fór með hann í söngför
til Noregs árið 1954. Hann var skólastjóri
við Vinnuskóla Akureyrar nokkur ár. Hann
stofnaði K.F.U.M. á Akureyri 1951 og hef-
ur verið formaður þess síðan.
Þann 22. ágúst 1945 gekk hann að eiga
Bryndísi Böðvarsdóttur frá Hrafnseyri.
Þau eignuðust þrjú börn, Ingibjörgu,
Böðvar og Margréti. Árið 1958 varð hann
fyrir slysi í Sementsverksmiðjunni á Akra-
nesi, sem dró hann nálega til dauða. Hann
lamaðist vinstra megin og var fluttur i
sjúkrahús í Kaupmannahöfn. Þar fékk hann
nokkurn bata, en með frábæru viljaþreki
og karlmennsku hefur honum tekist að ná
fyrri heilsu að mestu leyti og taka við
starfi sínu aftur. Hann varð þó að hætta
söngkennslu við skólann vegna þess að
hann gat nú ekki lengur leikið á hljóð-
færi. Það var mikið áfall útaf fyrir sig.
Fyrir áramótin í vetur varð hann svo
fyrir þeirri þungu sorg að missa konu sína,
en hún hafð.i verið hans stoð og stytta,
ekki aðeins við að skapa fagurt heimili
og ala upp myndarleg og mannvænleg
börn, heldur höfðu þau hjón verið sam-
hent í hinu kristilega starfi, sem þau unnu
bæði af alhug. En Björgvin tók einnig
þessu þunga áfalli með fágætu æðruleysi
og stillingu. Kannski meðal annars vegna
þess, að hann trúir því, að allt sé í hendi
HEIMILI OG SKÓLI 61