Heimili og skóli - 01.08.1965, Side 19
ÓLAFUR GUNNARSSON, SÁLFRÆÐINGUR:
Erindi um uppeldis- og fræðslumól, flutt á
kennarafundi í Miðbæjarskólanum í Reykjavik.
Hlitverk sdlfræðinnar
i nútíma þjóðfélagl
Heimspekin má teljast fóstra flestra vís-
indagreina, og þá ekki sízt sálfræðinnar.
Það er ekki fyrr en um miðja síðastliðna
•öld, að almenna sálfræðin verður sjálfstæð
vísindagrein, þegar tilraunasálfræðin hófst
í Þýzkalandi með tilraunum Fechners, sem
þá nefndist sáltækni. Þremur öldum áður
höfðu náttúruvísindi eins og eðlisfræði og
efnafræði, smeygt sér undan handleiðslu
fóstru sinnar og voru þau því vel á veg
komin, þegar telja má að sálfræðin hefji
sjálfstæða starfsemi.
Fyrstu ár almennu sálfræðinnar unnu
sálfræðingar mjög mikið i sambandi við
eðlisfræðinga og er það enn gert að nokkru
leyti, enda er mörgum vísindalegum rann-
sóknum þannig háttað, að þær verða ekki
framkvæmdar nema með aðstoð eðlisfræð-
ina. Eins og að líkum lætur, leiddi hið nána
samstaxf við eðlisfræðingana til þess, að
sálfræðingar unnu mjög innan veggja
rannsóknarstofunnar en létu fremur lítið
á sér bera meðal almennings.
Síðan hefur margt breytzt, enda má telja
þróun sálfræðinnar óvenjulega öra. Sál-
fræðingar hafa nú mjög nána samvinnu
við vísindamenn í mörgum öðrum grein-
um og þá einkum, auk eðlisfræðinga, við
efnafræðinga, lækna, félagsfræðinga og lög-
fræðinga. Tölfræðin er nú orðin svo ná-
tengd sálfræðinni, að óhugsanlegt er að
gera vísindalegar tilraunir innan vébanda
sálfræðinnar nema að hafa fullt vald á
aðferðum þeim, sem tölfræðin leggur
mönnum upp í hendur.
Um síðustu aldamót var þróun sálfræð-
innar komin svo langt, að nýjar greinar
fóru að vaxa af hinum gamla stofni og
eru þær greinar einu nafni nefndar af-
brigðasálfræði. Helztu greinar afbrigðasál-
fræðinnar eru barnasálfræðin, skólasál-
fræðin, sálfræði fáv.ita og treggáfaðra
barna, sálfræði afbrotamanna, klinisk sál-
fræði, sem vitanlega er nátengd sálsýkis-
fræðinni, og loks vinnusálfræðin.
Þar eð skólasálfræðin og vinnusálfræð-
in snerta mest störf kennara, mun ég eink-
um gera þessar greinar að umtalsefni og
HEIMILI OG SKÓLI 63