Heimili og skóli - 01.08.1965, Qupperneq 20

Heimili og skóli - 01.08.1965, Qupperneq 20
reyna að flétta .inn í þá frásögn örlítið af því, sem fyrir augu og eyru bar á tveimur sálfræðingamótum í sumar. Alþjóða sál- fræðingamótinu, sem haldið var í París 27.-—31. júlí og norræna sálfræðingamót- inu, sem haldið var í Helsingfors 4.—9. ágúst. Við skulum þá fyrst snúa okkur að skóla- sálfræðinni, sem orðin er mikilvæg vís- indagrein á síðar.i árum og nú tekin í þjónustu skóla í svo að segja öllum menn- ingarlöndum. Af eigin reynd þekki ég ekki starfsemi skólasálfræðinga nema á Norður- löndum, en ég veit, að skólasálfræðin er mikið notuð bæði í Bandaríkjunum og Englandi, en sumir halda, að Rússar muni einnig beita henni talsvert, en um það er illmögulegt að fá glöggar heimildir vegna þess að Rússar sækja ekki alþjóða- mót sálfræðinga og gefa engar skýrslur um starfserai sína á þessu sviði. (Á þessu hefur nú orðið mikil hreyting). Allar Norðurlandaþjóðirnar nema Is- lendingar, nota mikið skólasálfræðina. Þar eð hún er lengst á veg komin í Dan- mörku, mun ég einkum greina frá fyrir- komulaginu eins og það er þar, enda er ég því kunnugastur. (I Reykjavík er nú, 12 árum eftir að erindið var samið, hafin sálfræðiþjónusta í skólum). í öllum borgum Danmerkur eru nú starfræktar skólasálfræðiskrifstofur. Til þess að geta orðið skólasálfræðingur, þurfa menn að hafa lokið kennaraprófi og hafa kennt í að minnst fimm ár, ennfremur þurfa menn að hafa lokið háskólaprófi í sálfræði og uppeldisfræði. Er hægt að taka tvenns konar próf í þessum fræðum við Hafnarháskóla, cand. psych próf og mag- isterspróf. Á þessum prófum er einkum sá munur, að fleiri greinar verður að læra til cand. psych prófs en magistersprófið krefst meiri þekkingar í almennri sálfræði. Danir settu skilyrðið um kennaramennt- un og reynslu í kennslustarfi vegna þess, að þeir töldu að jafnvel snjöllustu fræði- menn gætu átt erfitt með að sitja sig inn í öll dagleg vandamál skólanna nema þeir hefðu kennt sjálfir. Fyrirkomulag þetta hefur reynzt ágætlega og eru engar breyt- ingar fyrirhugaðar á því. Þá er spurning- ■in, hvað gerir skólasálfræðingur? Til þess að við getum gert okkur fulla grein fyrir því, er nauðsynlegt að hafa í huga, að danskir skólar eru að ýmsu frábrugðnir þeim íslenzku. Þannig eru sérbekkir eða sérstakir skólar ætlaðir treggáfuðum börn- um með greindarvísitölu frá 75—90, en börn, sem hafa minni greind en 75 eru talin til fávita og eru þeim ætlaðar sér- stakar stofnanir og skólaheimili. Þá eru sérstakir bekkir ætlaðir börnum, sem eiga erfitt með að læra að lesa, þótt greind þeirra sé í meðallagi eða meira, og loks eru sérstaklega böldnum börnum ætlaðir sérbekkir. Lestrarbekkirnir eru algerlega undir stjrón skólasálfræðinganna og eins bekkir óróaseggjanna, í bekkjum íreggáf- aðra barna starfa sáffræðingarnir sem ráðunautar. Allir skólar í Kaupmannahöfn eiga að- gang að einhverjum sérstökum sálfræð- ingi og eru starfshættir sem hér segir: Hafi kennari grun um, að eitthvert barn geti ekki fylgzt með námi sökum hæfileika- skorts, gerir hann skólastjóra aðvart, en skólastjóri snýr sér þá til skólasálfræðings- ins. Sálfræðingurinn fær umsögn aðal- kennaranna og vitprófar síðan barnið með tvennskonar greindarprófum, Binet Simon- prófunum, sem þekkt eru um allan heim, og Healy-prófunum, sem eru þannig út- búin, að þau reyna ekkert á lestrarhæfni né hæfni til að tjá hugsanir sínar munn- 64 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.