Heimili og skóli - 01.08.1965, Page 21
lega eða skriflega. Greindarvísitölur þær,
sem fást með því að prófa með þessum
prófum, eru bornar saman og gefi þær til
kynna, að um treggáfað barn sé að ræða,
er það með samþykki foreldranna sett í
svonefndan hjálparbekk eða hjálparskóla.
Kennarar, sem kenna í þeim bekkjum, hafa
allir hlotið aukamenntun í kennslu van-
gefinna barna, sjá sálfræðingarnir um að
skipuleggja þá fræðslu, sem þeim er veitt.
I þessum bekkjum er námsefni annað en
í venjulegum bekkjum, aðaláherzlan lögð
á lestur, skrift, reikn,ing, teiknun, söng,
leikfimi og verklegt nám, en litils krafizt
í bóklegum námsgreinum, enda ráða börn-
in með áðurnefnda greindarvísitölu lítið
við þær. Ekki dugir að ætla börnum rneð
svo lága greindarvísitölu flókin viðfangs-
efni, því bæði reynsla og rannsóknir hafa
sýnt, að sá sem ekki ræður við bóklegt
nám, getur heldur ekki lært nema einföld
verkleg störf. Þegar þessi börn eru komin
um fermingaraldur er þeim veitt mjög
ítarleg starfsfræðsla og loks eru þau að-
stoðuð við starfsval. í hjálparbekkjum eru
aldrei meira en 15 nemendur en stundum
færr.i, kennslan er mjög einstaklingsbund-
in og kennararnir, sem kenna í bekkjun-
um, fá hverjar fjórar kennslustundir reikn-
aðar sem fimm.
Þá er starfsemi lestrarbekkjanna, en
þeir eru nú orðnir á þriðja hundruð í
Kaupmannahöfn. (Ósannað er, hvort sama
þörf sé fyrir lesbekk á íslandi og í Dan-
mörku). Alloft ber á því, að barn, sem
annars hefur eðlilega greind eða meira,
á mjög erfitt með að læra að lesa. Verði
kennari var v.ið, að barni fari óeðlilega
seint frm í lestri, biður hann fyrir milli-
göngu skólastjóra, sálfræðing um að rann-
saka barnið. Við slíka rannsókn er beitt
fyrnefndum greindarprófum, en auk þess
sérstökum lestrarprófum, sem leiða í ljós
hin algengustu einkenni lestrarörðugleika.
Sé um áberandi lestrarörðugleika að ræða,
er barnið sett í lestrarbekk, þar sem það
nýtur sérkennslu í lestri auk kennslu í
öðrum námsgreinum. Skólasálfræðingur-
inn fylgist í samráði við kennarann með
framförum þess. í lestrarbekk eru aldrei
sett nema 15 börn og stundum færri.
Kennsla er greidd eftir sömu reglum og
í hjálparskólabekkjum. Oft kemur í ljós,
að lestrarörðugleikar barnsins eiga rætur
sínar að rekja til heim.ilisvandræða, er
ekki hvað minnst starf fyrir skólasálfræð-
ingana að ræða við vandræðaforeldra. Er
í því sambandi rétt að geta þess, að allir
sálfræðingar, sem eru meðlimir danska
sálfræðingafélagsins, hafa algerða þagnar-
skyldu, nema því aðeins að þeir komizt
að fyrirætlunum, sem verið geta lífi og
limum annarra hættulegar, þá ber þeim
vitanlega skylda til að gera réttum hlut-
aðeigandi aðvart. Vilji einhverjir kynna
sér lestrarnám og lestrarörðugleika nánar,
get ég bent þeim á grein, sem ég skrifaði
í tvö síðustu hefti Heimili og skóla um þetta
efni.
Hvað börn með vafasama hegðun snert-
ir, er farið sömu leiðir og áður er lýst,
en venjulega eru ekki nema 7—10 í slík-
um bekkjum og er meira en nóg, ef árang-
ur á að fást af starfinu. Kennarar, sem fá
slíka bekki til meðferðar, eru skyldir til
að heimsækja foreldrana með vissu milli-
bili, eru þau ferðalög ekki alltaf jafn á-
nægjuleg, a. m. k. ekki í fyrstu skiptin,
sem þeir berja að dyrum hjá fólkinu, því
að öllum jafnaði þarf það ekki síður á
geðvernd að halda en börnin.
I sambandi við störf skólasálfræðing-
anna hafa kennsluaðferðir og námsbækur
verið rannsakaðar. Athyglin hefur meðal
HEIMILI OG SKÓLI 65