Heimili og skóli - 01.08.1965, Page 22

Heimili og skóli - 01.08.1965, Page 22
annars beinzt að hinum ýmsu lestrarað- ferðum og er rannsóknum á þeim haldið áfram. Hvað námsbækur snertir, hafa rann- sóknir leitt í Ijós, að þeim er mjög áfátt. T. d. eru lestrarbækur, sem ætlaðar eru litlum börnum, yfirleitt alltof þungar, þannig, að ný orð koma of þétt og eru ekki endurtekin nógu oft. Rannsóknir, sem norski sálfræðingurinn Arnulv Sudmann gerði á þessu atriði, sýndu að börn efnaðra fólks í Osló á aldrinum 12—14 ára, skildu ekki nema 41—64 prósent af þeim orðum, sem fyrir komu í námsbókunum, sem þau lásu sama veturinn og rannsóknin var gerð, en börn fátækara fólks á sama aldri skildu 39—53 prósent. Frá rannsóknum þessum hef ég sagt nánar í tveimur síð- ustu heftum tímaritsins Akranes og fer því ekki frekar út í þessa sálma hér. Allar rannsóknir, sem gerðar hafa ver- ið á námsefni og greind barna, hafa leitt í ljós, að um það bil helmingur barnanna eða öll sem hafa undir hundraði í greind- arvísitölu, geta undir engum kringumstæð- um notið námsefnis þess, sem þeim er ætl- að, nema að nokkru leyti. Vaknar því eðli- lega sú spurning, hvað slíku valdi og hvort hægt sé að ráða einhverja bót á þessu ástandi. Hvað fyrra atriðinu viðvíkur, er sú skýring sennilegust, að menn þeir, sem sömdu námsskrár áður en greindarmæling- ar fóru að ryðja sér til rúms, hafi naum- ast vitað, hvað ætla mætti öllum þorra barna. Bæði er það, að námsskrár allar og kennslubækur eru samdar af mönnum, sem hafa haft miklu meira en meðalgreind, en vafalaust búist við, að þeir væru eins og fólk er flest og því gert sömu kröfur til annarra eins og eðlilegt var að þeir gerðu til sjálfra sín. í öðru lagi var það göfug hugsjón þeirra, sem börðust fyrir aukinni menntun allrar alþýðu, að allir mættu eigæ jafn greiðan aðgang að þekkingarlindum og höfðu þeir þá eðlilega í huga mörg vel gefin ungmenni, sem ytri skilyrði höfðu knésett þrátt fyrir einlæga löngun þeirra til aukinnar menntunar og meiri þroska- A þessum árum datt fœstum í hug, að skyn- samlegra er að spenna veikan boga þannig að skjóta megi af honum á stuttu fceri en að spenna hann unz hann brestur. Afleið- ing alls þessa hefur því miður orðið sú, að alltof mikið er gert að því að ætla börn- um saina námsefnið en það er vitanlega eins mikil fjarstæða eins og ef við reyndum að hella hveimur lítrum mjólkur í eins- lítra flösku. Hins vegar eru börnin miklu ver sett en mjólkurflaskan, jafnvel þótt við hugsuðum okkur, að hún gæti hugsað og fundið til. Flaskan myndi eig.i að síður geta sætt sig við takmörk sín, það að allar aðrar mjólkurflöskur eru eins settar og yrðu því allar að láta alla mjólk, sem færi fram úr einum Iítra fara til spillis. Aðstaða barnanna er mun verri. Að útliti til getur treggreinda barnið ver.ið mjög svipað greindari jafnaldra sínum, og hættir okk- ur því við að gera svipaðar kröfur til þeirra, þótt það sé hið mesta óréttlæti, sem hægt er að bjóða barni, sem má sín lítils. Þá er hitt atriðið, sem mestu máli skipt- ir. Hvað er hægt að gera til þess að veita treggreindu börnunum þá fræðslu, sem þeim hentar? Þetta mál var tekið til um- ræðu á norræna sálfræðiþinginu í Helsing- fors og var þar samþykkt einróma áskorun til allra, sem við uppeldismál fást, að gefa þessum málum nánar gaum og reyna að breyta núverandi ástandi til hagsbóta fyrir þau börn, sem lítið gagn hefðu af núver- andi fræðslufyrirkomulagi. Hvernig þessar breytingar verði gerðar, fer vitanlega fyrst og fremst eftir skiln- 66 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.