Heimili og skóli - 01.08.1965, Síða 23
ingi og áhuga hinna ýmsu skólamanna,
sem valið hafa sér það ævistarf að veita
öðrum fræðslu. Eitt er þó víst, án gagn-
gerðra breytinga á námsefni og kennslu-
fyrirkomulagi er lítils árangurs að vænta
hvað treggreind börn snertir. Breytingarn-
ar geta eðlilega ekki orðið eins í öllum
löndum, þar eð miða verður kennsluna
við atvinnulíf hverrar þjóðar fyrir sig og
reyna að haga fræðslunni þannig, að hvert
harn fari sem bezt undir starf búið úr
skóla að loknu námi.
Eg vík þá máli mínu að vinnusálfræð-
inni. Sú grein sálfræðinnar er afar um-
fangsmikil og skal ég nefna nokkur af
viðfangsefnum hennar. Vinnusálfræðingar
starfa í öllum menningarlöndum að starfs-
fræðslu og starfsvalsleiðbeiningum í sam-
ráði við kennara og aðra aðila, sem láta
sig framtíð æskunnar einhverju skipta. Þeir
hæfniprófa fólk, rannsaka vinnustaðina og
þau vandamál, sem þar kunna að skapast.
Þeir reyna að finna orsakir alls konar slysa
bæði á vinnustöðum og í umferðinni. Má
í því sambandi geta þess, að Frakkar hafa
árum saman hæfniprófað alla bílstjóra,
sem ganga í þjónustu hins opinbera og
eins alla eimlestarstjóra. Árangurinn er
sá, að slysum, sem þessi stétt veldur, hefur
fækkað meira en um helming þótt ökukíló-
metrar hafi margfaldast á sama tíma. Mér
gafst kostur á að skoða hæfnisprófastofn-
un þá, sem starfrækt er í París í þessum
tilgangi og er unnið þar af mikilli ná-
kvæmni með alls konar tækjum, stjórnað
af færustu mönnum á þessu sviði. Þá má
nefna starf vinnusálfræðinga í sambandi
við menntun verkstjóra. Urðu Bandaríkja-
menn fyrstir til að notfæra sér vinnusál-
fræðina í sambandi við slík mál, en nu
hafa aðrar þjóðir bætzt í hópinn og eru
nú komnar á fót sérstakar stofnanir, sem
ekki sinna öðrum verkefnum en menntun
verkstjóra. Skoðaði ég eina slíka stofnun
í Finnlandi í sumar og kynnti mér árang-
urinn af starfi hennar, var það álit manna,
að sú stofnun hefði átt drjúgan þátt í því
að bæta samkomulag yfir- og undirmanna
og á þann hátt draga úr hatrömmum vinnu-
deilum.
Sá hluti vinnusálfræðinnar, sem mest
snertir störf kennara, er þó starfsfræðslan
og starfsvalsleiðbeiningarnar. Hvort tveggja
er nú orðið almennt í öllum menningar-
löndum, sem ég hef haft spurnir af og þá
engu síður í öðrum heimsálfum en Ev-
rópu. Af Norðurlandaþjóðum tel ég Svía
vera komna lengst í þessum efnum og vil
ég því lýsa örlítið fyrirkomulagi þeirra.
(Nú eru Finnar í fararbroddi meðal Norð-
urlandaþjóða að því er starfsfræðslu varð-
ar).
Samkvæmt hinni nýju fræðslulöggjöf,
er skólaskylda í Svíþjóð 9 ár. í sjöunda
bekk hefst starfsfræðslan á því að haldin
eru erindi um atvinnulífið, sýndar kvik-
myndir og farið í heimsókn á nokkra
vinnustaði. í áttunda bekk er fræðslan
aukin, farið á fleiri vinnustaði og stílar
gerðir um væntanlegt starfsval. Ennfrem-
ur skrifa nemendur upp ýmsar spurning-
ar, sem þeir vilja fá svarað og svara kenn-
arar þeim, en geta í því sambandi leitað
aðstoðar starfsvalsleiðbeinendanna. Fór
eldrar þeirra unglinga, sem njóta starfs-
fræðslu, eru kallaðir saman á fundi og er-
indi eru haldin fyrir þá um ýmislegt, sem
ber að gæta í sambandi við val ævistarfs.
Þá fá allir nemendur litla bók, sem heitir
„Att valja yrke,“ og getur hún orðið nem-
endum að miklu gagni undir handleiðslu
kennaranna.
Níunda árið er starffræðslan aukin til
mikilla muna. Allir nemendur hagnýtu
HEIMILI OG SKÓLI 67