Heimili og skóli - 01.08.1965, Blaðsíða 25

Heimili og skóli - 01.08.1965, Blaðsíða 25
Sunnudaginn 20. júní sl. vígði séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, sumarbúð.ir K.F.U.M. og K.F.U.K. á Akureyri að Hóla- vatni í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Skál- inn stendur á fögrum stað norðan við Hóla- vatn, en háir hólar veita skjól fyrir vestan- og norðanátt. Skálinn er 120 fermetrar að stærð. í kjallara eru tveir svefnsalir fyrir 24 dval- argesti, en auk þess lítið for.ingjaherbergi. Þar eru einnig snyrtiklefar, steypibað og geymsla. Á efri hæðinni er matar- og samkomu- salur, sem rúmar um 100 manns í sæti, en hann er ætlaður um 30 manns að stað- aldri. Á hæðinni er auk þess eldhús og her- bergi starfsstúlkna, en stór verönd er fram- an við skálann. Skálanum fylgir 5 ha. land í hólunum, en þar er allgóð laut fyrir fót- bolta og aðrar íþróttir. Skálinn hefur verið um 6 sumur í smíð- um, enda hefur hann nær eingöngu verið reistur í sjálfboðavinnu af ungu fólki, piltum og stúlkum, flestum innan við tvi- tugt. Er skálinn vandaður og smekklega frágenginn. Skálinn er búinn að kosta félögin um 600.000.00 kr. og er þá sjálfboðavinna ekki með talin, en fastaskuldir eru um 225.000. 00. Sumarstarf hófst í þessum skála 2. júlí og voru það fyrstu vikuna drengir á aldr- inum 9—12 ára, en næstu viku drengir á aldrinum 12—14 ára. Frá 16. júlí var svo starf fyrir stúlkur næsta hálfa mánuðinn og var aldursskipt- ing hin sama. I ágústmánuði var sama íil- högun, drengir fyrri hluta mánaðarins, en stúlkur síðari hluta. Daggjald er kr. 100.00 auk ferðakostnaðar. Allar nánari upplýs- ingar um starf.ið eru gefnar í síma 12867. Vígsluhátíðin hófst með því að formað- ur K.F.U.M., Björgvin Jörgenson, kenn- ari, bauð alla velkomna og kynnti dagskrá. Sigríður Zakaríasdóttir byrjaði svo há- tíðarsamkomuna með orði úr 127. Davíðs- sálmi: „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir t.il ónýtis,“ og flutti síðan bæn. HEIMILI OG SKÓLI 69

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.